„Gömlu karlarnir“ allt í öllu á æsispennandi lokamínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 07:30 Chris Paul var frábær á lokakaflanum í nótt. Getty/Nathaniel S. Butler Reynsluboltarnir Chris Paul, Derrick Rose og Carmelo Anthony gerðu allir gæfumuninn fyrir sín lið á lokasekúndunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu sinn sjötta leik í röð.LeBron James var með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 31 mínútu þegar Los Angeles Lakers vann 117-87 heimasigur á New York Knicks en Lakers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og 30 af 37 leikjum tímabilsins. Anthony Davis var mjög rólegur í leiknum og skoraði aðeins 5 stig á 28 mínútum en hann datt líka illa og gat ekki klárað leikinn þess vegna. Kentavious Caldwell-Pope kom með 15 stig inn af bekknum. Rajon Rondo gaf líka 10 stoðsendingar á 23 mínútum og Dwight Howard var með 13 fráköst, 8 stig og 5 varin skot á 25 mínútum. 20 PTS combined in the 4th/OT from @CP3 guides the @okcthunder to victory in Brooklyn! #ThunderUppic.twitter.com/ZnHouAXQQ9— NBA (@NBA) January 8, 2020 Chris Paul skoraði 20 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Oklahoma City Thunder vann 111-103 útisigur á Brooklyn Nets. Staðan var 103-103 þegar Paul setti niður tvö stökkskot í röð og heimamenn í Brooklyn Nets skoruðu síðan ekki eftir það. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 22 stig fyrir Thunder liðið sem vann þarna í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. Steven Adams var með 10 stig og 18 fráköst en OKC lék án Ítalans Danilo Gallinari sem er meiddur á kálfa. @drose (24 PTS) pours in 20 2nd half PTS and the late go-ahead floater to lead the @DetroitPistons! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QbwVMKBQxs— NBA (@NBA) January 8, 2020 Derrick Rose skoraði lykilkörfu 27 sekúndum fyrir leikslok þegar Detroit Pistons vann 115-113 útisigur á Cleveland Cavaliers. Derrick Rose var með 24 stig í leiknum en karfa hans kom Detroit í 114-113. Andre Drummond var með 23 stig og 20 fráköst fyrir Detroit Pistons en þetta er í 38. sinn á ferlinum sem hann nær 20-20 leik. Kevin Love skoraði 30 stig fyrir Cleveland sem tapaði fimmta leiknum í röð. ‼️ Melo x D-Rose ‼️@carmeloanthony & @drose each come up clutch with game-winners Tuesday night! pic.twitter.com/q3RrjFbrM3— NBA (@NBA) January 8, 2020 Carmelo Anthony skoraði ekki aðeins sigurkörfuna fyrir Portland Trail Blazers í 101-99 útisigri á meisturum Toronto Raptors heldur var hann með alls 28 stig í leiknum. Anthony hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 7 fráköst og 2 stolna bolta. „Maður með svona hæfileika þarf bara að fá tækifærið. Hann var bara með einn mann á sér og komst á sinn stað. Eftir það var ég viss um að hann myndi setja hann,“ sagði Damian Lillard sem er vanur að taka skotin í lokin hjá Portland Trail Blazers en var tvídekkaður að þessu sinni. Damian Lillard skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hassan Whiteside var með 14 stig og 16 fráköst og Portland liðið endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kyle Lowry var með 24 stig og 10 stoðsendingar fyrir meistrarana en það dugði ekki til. @JaMorant tallies 25 PTS (12-18 FGM), 7 AST, fueling the @memgrizz home W against Minnesota! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/LP4z1Tu6kO— NBA (@NBA) January 8, 2020 Úrslitin í leikjum NBA deildarinnar í nótt: Los Angeles Lakers - New York Knicks 117-87 Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-114 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 119-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 103-111 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 113-115 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 99-101 NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Reynsluboltarnir Chris Paul, Derrick Rose og Carmelo Anthony gerðu allir gæfumuninn fyrir sín lið á lokasekúndunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu sinn sjötta leik í röð.LeBron James var með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 31 mínútu þegar Los Angeles Lakers vann 117-87 heimasigur á New York Knicks en Lakers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og 30 af 37 leikjum tímabilsins. Anthony Davis var mjög rólegur í leiknum og skoraði aðeins 5 stig á 28 mínútum en hann datt líka illa og gat ekki klárað leikinn þess vegna. Kentavious Caldwell-Pope kom með 15 stig inn af bekknum. Rajon Rondo gaf líka 10 stoðsendingar á 23 mínútum og Dwight Howard var með 13 fráköst, 8 stig og 5 varin skot á 25 mínútum. 20 PTS combined in the 4th/OT from @CP3 guides the @okcthunder to victory in Brooklyn! #ThunderUppic.twitter.com/ZnHouAXQQ9— NBA (@NBA) January 8, 2020 Chris Paul skoraði 20 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Oklahoma City Thunder vann 111-103 útisigur á Brooklyn Nets. Staðan var 103-103 þegar Paul setti niður tvö stökkskot í röð og heimamenn í Brooklyn Nets skoruðu síðan ekki eftir það. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 22 stig fyrir Thunder liðið sem vann þarna í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. Steven Adams var með 10 stig og 18 fráköst en OKC lék án Ítalans Danilo Gallinari sem er meiddur á kálfa. @drose (24 PTS) pours in 20 2nd half PTS and the late go-ahead floater to lead the @DetroitPistons! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QbwVMKBQxs— NBA (@NBA) January 8, 2020 Derrick Rose skoraði lykilkörfu 27 sekúndum fyrir leikslok þegar Detroit Pistons vann 115-113 útisigur á Cleveland Cavaliers. Derrick Rose var með 24 stig í leiknum en karfa hans kom Detroit í 114-113. Andre Drummond var með 23 stig og 20 fráköst fyrir Detroit Pistons en þetta er í 38. sinn á ferlinum sem hann nær 20-20 leik. Kevin Love skoraði 30 stig fyrir Cleveland sem tapaði fimmta leiknum í röð. ‼️ Melo x D-Rose ‼️@carmeloanthony & @drose each come up clutch with game-winners Tuesday night! pic.twitter.com/q3RrjFbrM3— NBA (@NBA) January 8, 2020 Carmelo Anthony skoraði ekki aðeins sigurkörfuna fyrir Portland Trail Blazers í 101-99 útisigri á meisturum Toronto Raptors heldur var hann með alls 28 stig í leiknum. Anthony hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 7 fráköst og 2 stolna bolta. „Maður með svona hæfileika þarf bara að fá tækifærið. Hann var bara með einn mann á sér og komst á sinn stað. Eftir það var ég viss um að hann myndi setja hann,“ sagði Damian Lillard sem er vanur að taka skotin í lokin hjá Portland Trail Blazers en var tvídekkaður að þessu sinni. Damian Lillard skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hassan Whiteside var með 14 stig og 16 fráköst og Portland liðið endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kyle Lowry var með 24 stig og 10 stoðsendingar fyrir meistrarana en það dugði ekki til. @JaMorant tallies 25 PTS (12-18 FGM), 7 AST, fueling the @memgrizz home W against Minnesota! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/LP4z1Tu6kO— NBA (@NBA) January 8, 2020 Úrslitin í leikjum NBA deildarinnar í nótt: Los Angeles Lakers - New York Knicks 117-87 Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-114 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 119-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 103-111 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 113-115 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 99-101
NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn