Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 01:25 Frá aðgerðum við Langjökul í kvöld en afar lítið skyggni er á svæðinu og mjög slæmt veður. vísir/landsbjörg Uppfært klukkan 02:07: Allir ferðamennirnir eru nú komnir af vettvangi við Langjökul og er verið að ferja þá niður til byggða samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fyrsti viðkomustaður þeirra verður Gullfosskaffi þar sem hlúð verður að þeim og ástand þeirra metið en Sveinn Kristján segir ferðamennina heila á húfi fljótt á litið. Þeir séu vissulega kaldir og blautir en enginn sé slasaður eða veikur. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Afar erfiðar aðstæður hafa verið í og við Langjökul.andsbjörg Ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum Fyrstu björgunarsveitarmenn sem komu á vettvang voru á snjósleðum. Fyrsti snjóbíllinn kom á vettvang skömmu síðar og fór af vettvangi um klukkan eitt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en ekki var ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum. Búið var að forgangsraða þeim sem áttu að fara fyrst niður, þeirra á meðal voru börnin sem voru í hópi ferðamannanna en það yngsta er sex ára gamalt. Næstu snjóbílar komu svo til að ferja restina af hópnum niður á næsta klukkutímanum. Davíð segir ferðamennina kalda og nokkuð skelkaða enda búnir vera úti við í um það bil tólf tíma. Útkall um að fólkið væri í vandræðum barst um klukkan 20 í gærkvöldi. Séð innan úr einum bíl Landsbjargar í kvöld.landsbjörg Vont veður, þung færð og lítið sem ekkert skyggni Langan tíma tók fyrir viðbragðsaðila að komast á staðinn vegna þess hversu slæmt veðrið er og færðin þung. Þá er lítið sem ekkert skyggni á svæðinu. „Þeir sem eru þarna uppi segja að veðrið sé mjög vont og að það sé að versna þannig að höfuðáherslan er á það að flytja fólkið niður á veg þaðan sem það verður flutt áfram á Gullfosskaffi. Þar verður farið yfir hópinn og ef það þarf að flytja einhverja áfram til einhverrar aðhlynningar þá verður það gert með sjúkrabílum,“ segir Davíð. Davíð segir forgangsatriði að hlúa að fólkinu þegar það kemur niður í byggð og hlýja því en þegar fólk er úti í kulda og svo slæmu veðri jafnlengi og ferðamennirnir hafa verið er hætta á ofkælingu. „Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð á Selfossi og að öllum líkindum fer stór hluti hópsins þangað því það þarf að hlúa að þeim þar sem þau eru flest nokkuð skelkuð eftir veruna þarna upp frá. Það er ekkkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður,“ segir Davíð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:07. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Uppfært klukkan 02:07: Allir ferðamennirnir eru nú komnir af vettvangi við Langjökul og er verið að ferja þá niður til byggða samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fyrsti viðkomustaður þeirra verður Gullfosskaffi þar sem hlúð verður að þeim og ástand þeirra metið en Sveinn Kristján segir ferðamennina heila á húfi fljótt á litið. Þeir séu vissulega kaldir og blautir en enginn sé slasaður eða veikur. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Afar erfiðar aðstæður hafa verið í og við Langjökul.andsbjörg Ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum Fyrstu björgunarsveitarmenn sem komu á vettvang voru á snjósleðum. Fyrsti snjóbíllinn kom á vettvang skömmu síðar og fór af vettvangi um klukkan eitt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en ekki var ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum. Búið var að forgangsraða þeim sem áttu að fara fyrst niður, þeirra á meðal voru börnin sem voru í hópi ferðamannanna en það yngsta er sex ára gamalt. Næstu snjóbílar komu svo til að ferja restina af hópnum niður á næsta klukkutímanum. Davíð segir ferðamennina kalda og nokkuð skelkaða enda búnir vera úti við í um það bil tólf tíma. Útkall um að fólkið væri í vandræðum barst um klukkan 20 í gærkvöldi. Séð innan úr einum bíl Landsbjargar í kvöld.landsbjörg Vont veður, þung færð og lítið sem ekkert skyggni Langan tíma tók fyrir viðbragðsaðila að komast á staðinn vegna þess hversu slæmt veðrið er og færðin þung. Þá er lítið sem ekkert skyggni á svæðinu. „Þeir sem eru þarna uppi segja að veðrið sé mjög vont og að það sé að versna þannig að höfuðáherslan er á það að flytja fólkið niður á veg þaðan sem það verður flutt áfram á Gullfosskaffi. Þar verður farið yfir hópinn og ef það þarf að flytja einhverja áfram til einhverrar aðhlynningar þá verður það gert með sjúkrabílum,“ segir Davíð. Davíð segir forgangsatriði að hlúa að fólkinu þegar það kemur niður í byggð og hlýja því en þegar fólk er úti í kulda og svo slæmu veðri jafnlengi og ferðamennirnir hafa verið er hætta á ofkælingu. „Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð á Selfossi og að öllum líkindum fer stór hluti hópsins þangað því það þarf að hlúa að þeim þar sem þau eru flest nokkuð skelkuð eftir veruna þarna upp frá. Það er ekkkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður,“ segir Davíð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:07.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08