„Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2020 16:45 Sveinn lék með ÍR í Olís-deild karla á síðasta tímabili. vísir/bára Sveinn Jóhannsson, tvítugur línumaður SönderjyskE í Danmörku, var valinn í 17 manna hóp Íslands fyrir EM 2020. Sveinn kemur inn í íslenska hópinn í stað Daníels Þórs Ingasonar sem er fingurbrotinn. Sveinn er því á leið á sitt fyrsta stórmót. Hann hefur aðeins leikið sjö landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Klippa: Sveinn á leið á sitt fyrsta stórmót Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn og handboltasérfræðingur, hefur mikið álit á Sveini. „Hann er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár. Hann vakti athygli með yngri landsliðum Íslands. Hann er stór og sterkur og feykilega öflugur varnarmaður,“ segir Gaupi um Svein sem lék með Fjölni og ÍR áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fyrra. „Hann hefur leikið vel í Danmörku í vetur og kannski betur en reiknað var með. Hann glímdi við meiðsli er hann lék með ÍR á síðasta tímabili. Hann er klárlega framtíðarlínumaður landsliðsins ásamt Ými Erni Gíslasyni. Þeir eiga það báðir sammerkt að geta komist í allra fremstu röð sem varnarmenn.“ Gaupi vill að Sveinn og Ýmir fái tækifæri í sókninni á EM. „Auðvitað er Sveinn óskrifað blað í sókn. Þar á hann hins vegar mikið inni en vonandi fær hann tækifæri til að sýna í hvað í honum býr ásamt Ými. Mér finnst engin ástæða til að hafa þá lengur á kantinum í sókninni,“ segir Gaupi. „Þeirra tími er kominn og nú er að kasta þeim út í djúpu laugina. Þeir munu örugglega komast í land og snerta bakkann fyrr en menn halda.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira
Sveinn Jóhannsson, tvítugur línumaður SönderjyskE í Danmörku, var valinn í 17 manna hóp Íslands fyrir EM 2020. Sveinn kemur inn í íslenska hópinn í stað Daníels Þórs Ingasonar sem er fingurbrotinn. Sveinn er því á leið á sitt fyrsta stórmót. Hann hefur aðeins leikið sjö landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Klippa: Sveinn á leið á sitt fyrsta stórmót Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn og handboltasérfræðingur, hefur mikið álit á Sveini. „Hann er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár. Hann vakti athygli með yngri landsliðum Íslands. Hann er stór og sterkur og feykilega öflugur varnarmaður,“ segir Gaupi um Svein sem lék með Fjölni og ÍR áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fyrra. „Hann hefur leikið vel í Danmörku í vetur og kannski betur en reiknað var með. Hann glímdi við meiðsli er hann lék með ÍR á síðasta tímabili. Hann er klárlega framtíðarlínumaður landsliðsins ásamt Ými Erni Gíslasyni. Þeir eiga það báðir sammerkt að geta komist í allra fremstu röð sem varnarmenn.“ Gaupi vill að Sveinn og Ýmir fái tækifæri í sókninni á EM. „Auðvitað er Sveinn óskrifað blað í sókn. Þar á hann hins vegar mikið inni en vonandi fær hann tækifæri til að sýna í hvað í honum býr ásamt Ými. Mér finnst engin ástæða til að hafa þá lengur á kantinum í sókninni,“ segir Gaupi. „Þeirra tími er kominn og nú er að kasta þeim út í djúpu laugina. Þeir munu örugglega komast í land og snerta bakkann fyrr en menn halda.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira
Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30
Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17
EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00