Vilja heimta kvótann úr höndum hinna ofurríku Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2020 10:21 Ögmundur og Gunnar Smári. Hafa nú tekið höndum saman. Og vilja kvótann heim. Visir/Gulli Helgason Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars. Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars.
Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira