Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum.
Hildur vann Golden Globe verðlaun fyrir tónlisti í sömu kvikmynd í Los Angeles á sunnudagskvöldið.
Greint var frá öllum tilnefningum til Bafta í dag. Verðlaunin verða afhent þann 2. febrúar næstkomandi í Royal Albert Hall í London.
Hildur kemur til greina til Óskarsins og kemur það í ljós hvort hún fái tilnefninu í næstu viku.
Hún vann Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl í september, World Soundtrack Awards í október, og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember en sú verðlaunaafhending fer fram í lok þessa mánaðar.
Jókerinn fær alls 11 tilnefningar til BAFTA, en The Irishman og Once Upon a Time… in Hollywood fá tíu tilnefningar en hér má sjá allar tilnefningar.
The nominees in the Original Score category:
— BAFTA (@BAFTA) January 7, 2020
1917
Jojo Rabbit
Joker
Little Women
Star Wars: The Rise of Skywalker#EEBAFTAs pic.twitter.com/OYuplQ25C0