Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 23:45 Trump hefur varað Írani við því að ráðast á Bandaríkin á nokkurn hátt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 „skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Ummælin koma í kjölfar þess að Qassem Soleimani, háttsettur hershöfðingi innan íranska hersins, var ráðinn af dögum í Írak, að skipun forsetans, aðfaranótt föstudags. Íranar hafa heitið hefndum vegna morðsins á hershöfðingjanum. Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump tísti um það að Íranir töluðu nú „umbúðalaust um að ráðast á ákveðnar eigur Bandaríkjanna,“ í kjölfar dauða Soleimani. Hann sagði Bandaríkin hafa 52 skotmörk í sigtinu, nánar til tekið írönsk skotmörk. Sagði hann jafnframt að sum þeirra væru „á háum stalli og mjög mikilvæg Íran og íranskri menningu.“ ....hundreds of Iranian protesters. He was already attacking our Embassy, and preparing for additional hits in other locations. Iran has been nothing but problems for many years. Let this serve as a WARNING that if Iran strikes any Americans, or American assets, we have.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Skotmörkin sem um ræðir myndu, ásamt Íran í heild sinni, verða fyrir árás „hratt og harkalega“ ef Íranir tækju þá ákvörðun að ráðast á Bandaríkin með nokkrum hætti „Bandaríkin vilja ekki fleiri hótanir!“ bætti forsetinn við. ....targeted 52 Iranian sites (representing the 52 American hostages taken by Iran many years ago), some at a very high level & important to Iran & the Iranian culture, and those targets, and Iran itself, WILL BE HIT VERY FAST AND VERY HARD. The USA wants no more threats!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump segir að ástæðan fyrir því að möguleg skotmörk Bandaríkjanna séu 52 sé táknræn. Skotmörkin eigi að tákna þá 52 Bandaríkjamenn sem haldið var föngnum í Íran eftir að þeir voru handsamaðir í bandaríska sendiráðinu í Tehran, höfuðborg Írans, árið 1979. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 „skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Ummælin koma í kjölfar þess að Qassem Soleimani, háttsettur hershöfðingi innan íranska hersins, var ráðinn af dögum í Írak, að skipun forsetans, aðfaranótt föstudags. Íranar hafa heitið hefndum vegna morðsins á hershöfðingjanum. Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump tísti um það að Íranir töluðu nú „umbúðalaust um að ráðast á ákveðnar eigur Bandaríkjanna,“ í kjölfar dauða Soleimani. Hann sagði Bandaríkin hafa 52 skotmörk í sigtinu, nánar til tekið írönsk skotmörk. Sagði hann jafnframt að sum þeirra væru „á háum stalli og mjög mikilvæg Íran og íranskri menningu.“ ....hundreds of Iranian protesters. He was already attacking our Embassy, and preparing for additional hits in other locations. Iran has been nothing but problems for many years. Let this serve as a WARNING that if Iran strikes any Americans, or American assets, we have.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Skotmörkin sem um ræðir myndu, ásamt Íran í heild sinni, verða fyrir árás „hratt og harkalega“ ef Íranir tækju þá ákvörðun að ráðast á Bandaríkin með nokkrum hætti „Bandaríkin vilja ekki fleiri hótanir!“ bætti forsetinn við. ....targeted 52 Iranian sites (representing the 52 American hostages taken by Iran many years ago), some at a very high level & important to Iran & the Iranian culture, and those targets, and Iran itself, WILL BE HIT VERY FAST AND VERY HARD. The USA wants no more threats!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump segir að ástæðan fyrir því að möguleg skotmörk Bandaríkjanna séu 52 sé táknræn. Skotmörkin eigi að tákna þá 52 Bandaríkjamenn sem haldið var föngnum í Íran eftir að þeir voru handsamaðir í bandaríska sendiráðinu í Tehran, höfuðborg Írans, árið 1979.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45