Einkenni kulnunar meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra algengari en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 13:30 Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur telur að það þurfi að gera breytingar á Landspítalanum til að gera hann að eftirsóknaverðum vinnustað. Vísir/Vilhelm Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá. Í rannsókn sem gerð var meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum í nóvember 2015 komu fram sláandi niðurstöður um kulnun í starfi. Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur gerði rannsóknina sem meistaraprófsritgerð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Helstu niðurstöður eru þær að einkenni kulnunar eru mun alvarlegri og algengari í dag en þau voru áður. Nú er staðan sú að einn fimmti er með alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum, í fyrri rannsókn sem gerð var 2002 voru það innan við 6%“ segir Jana. Þá voru mun fleiri að hugsa um að skipta um starfsvettvang að sögn Jönu. „Það voru ríflega 17% sem hugsuðu sér að hætta störfum á Landspítalanum á næstu sex til tólf mánuðum,“ segir Jana. Rannsóknin beindist að áhrifaþáttum í starfsumhverfinu þannig voru vinnuaðstæður kannaðar sem áhrifavaldur á kulnun. „Niðurstöðurnar eru þær nákvæmlega sömu og í fyrri rannsóknum og við erum í raun að staðfesta 40 ára gamlar rannsóknir. Það að starfsumhverfi, samskipti við stjórnendur,, mönnunin og að þú hafir stjórn yfir þínum störfum sem hafa mest áhrif á kulnun. Hún segir að sífellt fleiri hverfi frá hjúkrunarstörfum vegna álags. „Það þarf að gera einhverjar breytingar til að gera Landspítalann að eftirsóknaverðum vinnustað,“ segir Jana. Jana telur að ástandið á Landspítalanum hafi síst batnað frá því hún gerði sína rannsókn í lok árs 2015. „Við erum að bera þessa rannsókn við aðra sem var gerð árið 2002 og ástandið hefur orðið alvarlega síðan þá og hefur síst batnað síðustu ár,“ segir hún að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá. Í rannsókn sem gerð var meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum í nóvember 2015 komu fram sláandi niðurstöður um kulnun í starfi. Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur gerði rannsóknina sem meistaraprófsritgerð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Helstu niðurstöður eru þær að einkenni kulnunar eru mun alvarlegri og algengari í dag en þau voru áður. Nú er staðan sú að einn fimmti er með alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum, í fyrri rannsókn sem gerð var 2002 voru það innan við 6%“ segir Jana. Þá voru mun fleiri að hugsa um að skipta um starfsvettvang að sögn Jönu. „Það voru ríflega 17% sem hugsuðu sér að hætta störfum á Landspítalanum á næstu sex til tólf mánuðum,“ segir Jana. Rannsóknin beindist að áhrifaþáttum í starfsumhverfinu þannig voru vinnuaðstæður kannaðar sem áhrifavaldur á kulnun. „Niðurstöðurnar eru þær nákvæmlega sömu og í fyrri rannsóknum og við erum í raun að staðfesta 40 ára gamlar rannsóknir. Það að starfsumhverfi, samskipti við stjórnendur,, mönnunin og að þú hafir stjórn yfir þínum störfum sem hafa mest áhrif á kulnun. Hún segir að sífellt fleiri hverfi frá hjúkrunarstörfum vegna álags. „Það þarf að gera einhverjar breytingar til að gera Landspítalann að eftirsóknaverðum vinnustað,“ segir Jana. Jana telur að ástandið á Landspítalanum hafi síst batnað frá því hún gerði sína rannsókn í lok árs 2015. „Við erum að bera þessa rannsókn við aðra sem var gerð árið 2002 og ástandið hefur orðið alvarlega síðan þá og hefur síst batnað síðustu ár,“ segir hún að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira