Hugvekja um réttlætisriddara Arnór Bragi Elvarsson skrifar 3. janúar 2020 10:00 Einn af hliðarkvillum velvakandi (woke) samfélags er sú krafa að alltaf eigi að hafa rétt fyrir sér. Þeir sem eru taldir hafa rangt fyrir sér eru gjarnan látnir heyra það á samfélagsmiðlum, annað hvort í athugasemdum eða inni á baktals-bergmálahellum Twitter. Víða má finna réttlætisriddara sem keppast um að úthúða þeim sem þora að taka þátt í umræðunni. Þegar kemur að valinu um hetju ársins verða téðir réttlætisriddarar þó seint tilnefndir. Hetjur ársins eru þeir sem þora að taka þátt í umræðunni og láta hendur standa framúr ermum. Við skulum hvetja fólkið í kringum okkur til að stíga út úr þægindarammanum og skora staðnað samfélag á hólm. Hetjur ársins sem var að líða létu reyna á almennar venjur, fyrir hina ýmsu málstaði. Þar mætti telja upp Svein Margeirsson sem hefur verið ákærður fyrir að láta reyna á löggjöf um heimaslátrun, Björgvin Guðmundsson sem lét reyna á persónuverndarlöggjöfina varðandi álagningarskrá ríkisskattstjóra og Elizu Reid, forsetafrú, sem lét reyna á hlutverkaskipan forsetafrúar. Hvort sem meginatriði gagnrýninnar sé umdeild eða óumdeild, mun eftirlitssveit réttlætisriddara (lesist: andstæðingar málstaðarins) jafnvel leita að formsatriðum sem brotið hefur verið á til að reyna að gjaldfella málflutninginn í heild sinni og hunsa þar með meginatriði málsins. Samfélag sem lítur framhjá meginatriðum og einblínir á formsatriði er uppskrift að stöðnuðu samfélagi. Skiptir þá engu hversu woke við erum.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af hliðarkvillum velvakandi (woke) samfélags er sú krafa að alltaf eigi að hafa rétt fyrir sér. Þeir sem eru taldir hafa rangt fyrir sér eru gjarnan látnir heyra það á samfélagsmiðlum, annað hvort í athugasemdum eða inni á baktals-bergmálahellum Twitter. Víða má finna réttlætisriddara sem keppast um að úthúða þeim sem þora að taka þátt í umræðunni. Þegar kemur að valinu um hetju ársins verða téðir réttlætisriddarar þó seint tilnefndir. Hetjur ársins eru þeir sem þora að taka þátt í umræðunni og láta hendur standa framúr ermum. Við skulum hvetja fólkið í kringum okkur til að stíga út úr þægindarammanum og skora staðnað samfélag á hólm. Hetjur ársins sem var að líða létu reyna á almennar venjur, fyrir hina ýmsu málstaði. Þar mætti telja upp Svein Margeirsson sem hefur verið ákærður fyrir að láta reyna á löggjöf um heimaslátrun, Björgvin Guðmundsson sem lét reyna á persónuverndarlöggjöfina varðandi álagningarskrá ríkisskattstjóra og Elizu Reid, forsetafrú, sem lét reyna á hlutverkaskipan forsetafrúar. Hvort sem meginatriði gagnrýninnar sé umdeild eða óumdeild, mun eftirlitssveit réttlætisriddara (lesist: andstæðingar málstaðarins) jafnvel leita að formsatriðum sem brotið hefur verið á til að reyna að gjaldfella málflutninginn í heild sinni og hunsa þar með meginatriði málsins. Samfélag sem lítur framhjá meginatriðum og einblínir á formsatriði er uppskrift að stöðnuðu samfélagi. Skiptir þá engu hversu woke við erum.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar