Helgin gæti leitt í ljós hvort Vera sé uppruni draugahljóðsins dularfulla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2020 19:33 Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“ Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“
Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira