Segir spænsk stjórnvöld auka viðveru sína vegna funda þingmanna með Katalónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:30 Rósa Björk hefur fundað með ýmsum fulltrúum katalónskra sjálfstæðissinna undanfarin misseri. Vísir Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún. Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún.
Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira