Lögreglustjórinn ekki vanhæfur í nágrannadeilumáli í Flóanum Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 14:21 Hreggviður Hermannsson segir lögregluembættið á Suðurlandi leggja sig í einelti. Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands. Þetta varð ljóst eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð dómstólsins um að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi væri vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Lögregluembættið gaf út ákæru á hendur Hreggviði í mars á síðasta ári fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Verjandi Hreggviðs fór fram á á vanhæfi lögreglustjórans á þeim grundvelli að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Sagði verjandi Hreggviðs að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Hafi áhugi embættisins á honum jaðrað við þráhyggju. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá árinu 2014. Í úrskurði Landsréttar er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Segir að ekki væru að finna nein gögn sem bæru með sér að fulltrúarnir væru vanhæfir til að annast rannsókn á málinu. Þá hefði mögulegt vanhæfi fulltrúa eitt og sér ekki áhrif á hæfi lögreglustjóra samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þá yrði ekki séð að fyrir hendi væru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar væru til að draga óhlutdrægni lögreglustjórans með réttu í efa,“ segir í úrskurðarorðum. Deilt um landspildu Umræddar deilur í Flóanum hafa oft ratað í fjölmiðla, en á síðasta ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987 og hafa ásakanir gegnið á víxl æ síðan. Flóahreppur Lögreglan Lögreglumál Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands. Þetta varð ljóst eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð dómstólsins um að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi væri vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Lögregluembættið gaf út ákæru á hendur Hreggviði í mars á síðasta ári fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Verjandi Hreggviðs fór fram á á vanhæfi lögreglustjórans á þeim grundvelli að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Sagði verjandi Hreggviðs að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Hafi áhugi embættisins á honum jaðrað við þráhyggju. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá árinu 2014. Í úrskurði Landsréttar er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Segir að ekki væru að finna nein gögn sem bæru með sér að fulltrúarnir væru vanhæfir til að annast rannsókn á málinu. Þá hefði mögulegt vanhæfi fulltrúa eitt og sér ekki áhrif á hæfi lögreglustjóra samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þá yrði ekki séð að fyrir hendi væru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar væru til að draga óhlutdrægni lögreglustjórans með réttu í efa,“ segir í úrskurðarorðum. Deilt um landspildu Umræddar deilur í Flóanum hafa oft ratað í fjölmiðla, en á síðasta ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987 og hafa ásakanir gegnið á víxl æ síðan.
Flóahreppur Lögreglan Lögreglumál Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30