Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. janúar 2020 22:28 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04