Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2020 13:32 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/AP Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. Hann sagði tillöguna „undarlega“ og sagði Trump ítrekað brjóta loforð sín og samninga. Tillagan að nýjum samningi kemur frá Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Johnson sagði í gær að Trump ætti að taka forystu í að gera nýjan samning og þannig tryggja að Íran byggi ekki upp kjarnorkuvopn. Í kjölfar orða Johnson sagðist Trump sjálfur sammála því að „Trump-samningur“ ætti að leysa kjarnorkusamninginn af hólmi. Árið 2015 skrifuðu Íran, Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Þýskaland undir kjarnorkusamninginn svokallaða. Í skiptum fyrir að þvinganir og annars konar refsiaðgerðir gegn Íran voru felldar niður samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Árið 2018 gengu Bandaríkin frá samningnum og Trump beitti Íran refsiaðgerðum á nýjan leik. Í kjölfar þess hafa Íranar hægt og rólega hætt að framfylgja skilyrðum samningsins en eru enn undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Þau Evrópuríki sem að samningnum komu virkjuðu í gær ágreiningsákvæði samningsins. Rouhani sagðist ekki átta sig á því hvað Johnson væri að hugsa og hvatti hann Bandaríkin og aðra til að standa við samninginn frá 2015. Íranar þvertaka fyrir að ætla að koma upp kjarnorkuvopnum. Blaðamaður Reuters ræddi við Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sem sagði tilgangslaust að gera nýjan samning við Bandaríkin. „Ég var með samning við Bandaríkin og Bandaríkin brutu gegn honum. Ef ég geri Trump-samning, hve lengi varir hann?“ Bandaríkin Bretland Donald Trump Íran Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. Hann sagði tillöguna „undarlega“ og sagði Trump ítrekað brjóta loforð sín og samninga. Tillagan að nýjum samningi kemur frá Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Johnson sagði í gær að Trump ætti að taka forystu í að gera nýjan samning og þannig tryggja að Íran byggi ekki upp kjarnorkuvopn. Í kjölfar orða Johnson sagðist Trump sjálfur sammála því að „Trump-samningur“ ætti að leysa kjarnorkusamninginn af hólmi. Árið 2015 skrifuðu Íran, Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Þýskaland undir kjarnorkusamninginn svokallaða. Í skiptum fyrir að þvinganir og annars konar refsiaðgerðir gegn Íran voru felldar niður samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Árið 2018 gengu Bandaríkin frá samningnum og Trump beitti Íran refsiaðgerðum á nýjan leik. Í kjölfar þess hafa Íranar hægt og rólega hætt að framfylgja skilyrðum samningsins en eru enn undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Þau Evrópuríki sem að samningnum komu virkjuðu í gær ágreiningsákvæði samningsins. Rouhani sagðist ekki átta sig á því hvað Johnson væri að hugsa og hvatti hann Bandaríkin og aðra til að standa við samninginn frá 2015. Íranar þvertaka fyrir að ætla að koma upp kjarnorkuvopnum. Blaðamaður Reuters ræddi við Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sem sagði tilgangslaust að gera nýjan samning við Bandaríkin. „Ég var með samning við Bandaríkin og Bandaríkin brutu gegn honum. Ef ég geri Trump-samning, hve lengi varir hann?“
Bandaríkin Bretland Donald Trump Íran Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira