Ónefndir stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins klæddu Litlu hafmeyjuna í Kaupmannahöfn í íslenska búninginn í kvöld.
Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan klæðir íslenski búningurinn Litlu hafmeyjuna ágætlega.
Íslendingar eru með örlög Dana á Evrópumótinu í handbolta í höndum sér. Danir verða að treysta á að Íslendingar vinni Ungverja í E-riðli á morgun til að eiga möguleika á að komast áfram í milliriðil II.
Danir vonast til að þeirra gamli þjálfari Guðmundur Guðmundsson geri þeim greiða á morgun og stýri Íslendingum til sigurs á Ungverjum. Guðmundur gerði Danmörku að Ólympíumeisturum 2016 en fékk aldrei þá virðingu sem átti skilið hjá dönskum fjölmiðlum eða handboltasérfræðingum.
Danskir fjölmiðlar hafa sýnt Íslendingum mikinn áhuga í aðdraganda leiksins á morgun. Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var nokkuð pirraður á spurningum danskra fjölmiðlamanna og sagði að það snerist ekki allt um Dani.
„Við erum ekki með örlög Dana í okkar höndum. Þið látið eins og þetta snúist allt um ykkur. Við þurfum að spila á móti Ungverjum. Við erum að fara að berjast við Ungverja og sá leikur snýst ekki um Danmörk,“ sagði Guðjón Valur við TV 2 SPORT.
Klæddu Litlu hafmeyjuna í íslenska búninginn

Tengdar fréttir

Dönsku blaðamennirnir pirruðu Guðjón Val: Þið haldið að allt snúist um ykkur
Danir þurfa að treysta á Íslendinga í lokaumferðinni á morgun til þess að komast áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta. Dönsku blaðamennirnir hópuðust í kringum fyrirliða íslenska landsliðsins, Guðjón Val Sigurðsson, á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.

Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Ungverjum
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og leikmenn íslenska landsliðsins sitja fyrir svörum blaðamanna í Malmö í Svíþjóð fyrir leik liðsins gegn Ungverjalandi á morgun.

Dönsku miðlarnir skrifuðu um frelsarann sem lét ekki sjá sig og litla bróður sem þurfi að hjálpa
Danskir miðlar eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta.

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi
Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.

Örlög Dana í höndum Guðmundar: Mjög sérstök staða
Danir stóla á það að lið Guðmundar Guðmundssonar muni bjarga þeim á EM. Guðmundur er lítið að spá í því hvað bjargi Dönum heldur meira um sitt lið.