Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 11:45 Jón er ánægður með sjókvíaeldið sem og Gustav Magnar en Haraldi þykir skjóta skökku við að þessi yngsti milljarðamæringur heims sé að hagnast á sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. „Í ljósi viðtals við Jón Gunnarsson á Bylgjunni í morgun þá hef ég ákveðið að opna þetta innlegg mitt,“ segir Haraldur Eiríksson um pistil sem hann ritaði og fer nú sem eldur um sinu á Facebook. Þegar þetta er ritað hafa á annað hundrað deilt pistlinum en hann er einnig að finna á Vísi undir fyrirsögninni: Nýju gjafakvótagreifarnir. Haraldur er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og Atlantic Salmon Trust en hann er búsettur á Bretlandseyjum. Haraldur spyr hvort Ísland sé Namibía norðursins? En, í því dæmi sem hann tiltekur eru Íslendingar í hlutverki Namibíumanna og Norðmenn eru þeir sem hagnast á auðlindinni. Haraldur birtir mynd af yngsta milljarðamæringi heims. Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims en auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Getty/Jason Mendez „Á meðfylgjandi mynd má sjá hinn 25 ára Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum, en faðir hans hefur fært honum umrædd auðæfi í formi hlutabréfa,“ skrifar Haraldur. Hann spyr hvað Íslendingum komi þetta við og svarar þá spurningunni sjálfur: „Jú, þeir feðgar ásamt öðrum, eru meirihlutaeigendur Arnarlax á Vestfjörðum. Gustav og fyrirtæki hans er einn þeirra aðila sem Íslendingar hafa gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35-40 milljarða við strendur Íslands, ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi.“ Viðtalið sem Haraldur Eiríksson vísar til má heyra hér ofar en auk Jóns er Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga í hljóðstofu. Þeir ræddu meðal annars nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra. Börn og uppeldi Fiskeldi Noregur Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13 Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00 Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
„Í ljósi viðtals við Jón Gunnarsson á Bylgjunni í morgun þá hef ég ákveðið að opna þetta innlegg mitt,“ segir Haraldur Eiríksson um pistil sem hann ritaði og fer nú sem eldur um sinu á Facebook. Þegar þetta er ritað hafa á annað hundrað deilt pistlinum en hann er einnig að finna á Vísi undir fyrirsögninni: Nýju gjafakvótagreifarnir. Haraldur er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og Atlantic Salmon Trust en hann er búsettur á Bretlandseyjum. Haraldur spyr hvort Ísland sé Namibía norðursins? En, í því dæmi sem hann tiltekur eru Íslendingar í hlutverki Namibíumanna og Norðmenn eru þeir sem hagnast á auðlindinni. Haraldur birtir mynd af yngsta milljarðamæringi heims. Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims en auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Getty/Jason Mendez „Á meðfylgjandi mynd má sjá hinn 25 ára Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum, en faðir hans hefur fært honum umrædd auðæfi í formi hlutabréfa,“ skrifar Haraldur. Hann spyr hvað Íslendingum komi þetta við og svarar þá spurningunni sjálfur: „Jú, þeir feðgar ásamt öðrum, eru meirihlutaeigendur Arnarlax á Vestfjörðum. Gustav og fyrirtæki hans er einn þeirra aðila sem Íslendingar hafa gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35-40 milljarða við strendur Íslands, ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi.“ Viðtalið sem Haraldur Eiríksson vísar til má heyra hér ofar en auk Jóns er Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga í hljóðstofu. Þeir ræddu meðal annars nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra.
Börn og uppeldi Fiskeldi Noregur Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13 Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00 Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13
Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00
Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13