Sanders lætur til skarar skríða gegn helstu keppinautum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 14:07 Warrren (t.v.) og Sanders (t.h.) þykja lengst til vinstri í forvali demókrata. Þau hafa fram að þessu tekið á hvor öðru með silkihönskum en nú virðist breyting orðin á. Vísir/EPA Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11
Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21