Traustur stuðningur við virkjun á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 12. janúar 2020 20:00 Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Kristinn H. Gunnarsson Orkumál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun