Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 19:57 Frá aðstæðum uppi á Langjökli við björgunina. Landsbjörg Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. Þetta staðfestir Helgi Þorsteinsson lögmaður í samtali við mbl.is. 39 ferðamönnum var bjargað af Langjökli aðfaranótt miðvikudags eftir vélsleðaferð með fyrirtækinu. Fyrirtækið fer í daglegar vélsleðaferðir þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í klukkutímalanga vélsleðaferð. Hópurinn sem lagði af stað í ferðina var á öllum aldri og var sex ára barn á meðal þeirra sem voru í umræddri ferð.Sjá einnig: Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla fyrirtækisins en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Björgunarsveitarfólk var ekki komið á staðinn fyrr en tólf tímum síðar og fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss. Lögmaður ferðamannanna vill ekki gefa upp nöfn þeirra en að hann segir málið vera á frumstigi. Ferðamennirnir hafi skrifað opið bréf þar sem þeir lýsa atvikum og segir Helgi að um sé að ræða gáleysi sem geti leitt til bótaskyldu fyrirtækisins. Lögregla rannsakar nú málið en fleiri ferðamenn hyggjast leita réttar síns vegna þess. Nokkrir ferðamenn hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum, og sagði Lilja í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni að fyrirtækið bæri ábyrgð á því tjóni sem fólkið hefði orðið fyrir. Of snemmt væri þó að segja til um hvort einhverjir myndu höfða mál. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. Þetta staðfestir Helgi Þorsteinsson lögmaður í samtali við mbl.is. 39 ferðamönnum var bjargað af Langjökli aðfaranótt miðvikudags eftir vélsleðaferð með fyrirtækinu. Fyrirtækið fer í daglegar vélsleðaferðir þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í klukkutímalanga vélsleðaferð. Hópurinn sem lagði af stað í ferðina var á öllum aldri og var sex ára barn á meðal þeirra sem voru í umræddri ferð.Sjá einnig: Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla fyrirtækisins en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Björgunarsveitarfólk var ekki komið á staðinn fyrr en tólf tímum síðar og fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss. Lögmaður ferðamannanna vill ekki gefa upp nöfn þeirra en að hann segir málið vera á frumstigi. Ferðamennirnir hafi skrifað opið bréf þar sem þeir lýsa atvikum og segir Helgi að um sé að ræða gáleysi sem geti leitt til bótaskyldu fyrirtækisins. Lögregla rannsakar nú málið en fleiri ferðamenn hyggjast leita réttar síns vegna þess. Nokkrir ferðamenn hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum, og sagði Lilja í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni að fyrirtækið bæri ábyrgð á því tjóni sem fólkið hefði orðið fyrir. Of snemmt væri þó að segja til um hvort einhverjir myndu höfða mál.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25