Afdrifarík strategísk mistök Kristján Guy Burgess skrifar 11. janúar 2020 09:00 Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Íran Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Drónaárás Bandaríkjahers á bílalest við Bagdadflugvöll sem drap næstvaldamesta mann Írans, Qassem Soleimani, gæti farið í sögubækurnar sem afdrifarík strategísk mistök. Þegar aðgerðirnar eru settar í samhengi við nýlega ákvörðun, sem kynnt var með tísti, um að draga úr stuðningi við Kúrda í Sýrlandi og gefa Tyrkjum, Rússum og Assadstjórninni í Sýrlandi eftir svæðin, er ekki annað hægt en að lýsa stefnu núverandi Bandaríkjaleiðtoga í Miðausturlöndum sem tilviljanakenndri og vanhugsaðri. Bandamenn og vinaþjóðir Bandaríkjanna geta ekki fylgt þessum tímabundnu forystumönnum í blindni, verða að standa á prinsippafstöðu, og horfa skýrum augum á stöðuna. Drápið á Soleimani getur hæglega leitt eftirfarandi af sér: Hættu fyrir allar vestrænar sveitir í Írak sem gæti gert þeim óvært á svæðinu en þar hafa þær fyrst og fremst verið til að þjálfa heimamenn og stýra aðgerðum gegn ISIS. Veikari stöðu Bandaríkjamanna og annarra vestrænna ríkja í Írak og Sýrlandi sem mun opna rými fyrir þjóðir eins og Írani og Rússa til að auka ítök sín, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Aukna hættu fyrir Bandaríkjamenn alls staðar í heiminum þegar Íranir grípa til hefnda sem þeir hafa sýnt að virða engin landamæri og geta gerst á löngum tíma. Meiri styrk harðlínuafla í Íran til að kæfa umbótaöfl sem hafa viljað opna landið gagnvart Vesturlöndum og rjúfa einangrun síðustu fjögurra áratuga. Kjarnorkuáætlun Írana verður endurvakin og samningurinn um endalok hennar frá 2015 verður að engu með tilheyrandi aukinni spennu á svæðinu. Enn frekara vantraust milli Evrópuþjóða og Bandaríkjastjórnar í stórum málum. Enn grafið undan hlutverki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ákvarða um lögmæti hernaðaraðgerða. Það er því auðveldlega hægt að sjá fyrir sér að þessi einstaka aðgerð, dráp á háttsettum írönskum herforingja, hafi akkúrat gagnstæð áhrif við það sem henni var ætlað. Hún muni styrkja Írani, lyfta undir harðlínuöfl, auka spennu, veikja stöðu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á svæðinu og þýða bakslag í baráttunni við hryðjuverkasamtök, sem hafa nýtt þessi svæði til að safna liði og skipuleggja aðgerðir gegn óbreyttum borgurum á Vesturlöndum. Fyrir utan nú að aftaka með þessum hætti er ólögleg að alþjóðalögum. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa enn sem komið er verið of tifandi og veik. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að tala skýrar og standa fast á þeim gildum sem Ísland stendur fyrir sem friðsöm þjóð sem á allt sitt undir virðingunni fyrir alþjóðalögum og alþjóðasamningum. Stjórnarandstöðuflokkar verða líka að láta rödd sína heyrast skýrt og víðar en á samfélagsmiðlum. Í mati á aðgerðum og viðbrögðum verður einnig að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar aðgerðir Bandaríkjamanna á nákvæmlega sama svæði hafa haft á stjórnmál Íslands og Vesturlanda á síðustu tveimur áratugum. Innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og stuðningur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og framsóknar við bandalag hinna viljugu ríkja er víti til að varast og nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnvöld að gera skörp skil við þá skelfilegu vegferð, nú þegar sömu flokkar sitja í stjórn og stóðu að þeirri dapurlegu ákvörðun. Þegar Ísland markar sér afstöðu í málinu, er sannarlega skynsamlegt að líta til afstöðu einstakra Norðurlanda, en einnig annarra leiðandi ríkja í Evrópu. En best er að horfa inn í kjarnann og meta hvaða prinsippum íslenskt stjórnmálafólk fylgir þegar kemur að málum af þessu tagi. Bandaríkjamenn og Bretar hafa að sönnu verið náin samstarfsríki Íslands um langa hríð en í þessu máli gagnast ekki að elta þeirra utanríksstefnu, frekar en árið 2003. Um það ættu allir flokkar á alþingi að geta sameinast. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun