Gefur 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 18:00 Maty Ryan og hinir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hafa vonandi nóg að gera um helgina. Getty/Chris Brunskill Ástralski landsliðsmarkvörðurinn Maty Ryan fann sérstaka leið til að styrkja baráttuna gegn gróðureldunum í heimalandi hans. Maty Ryan er markvörður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá 2013. Hugur Maty Ryan er hjá löndum sínum þessa dagana sem eru að berjast við hræðilega og illviðráðanlega gróðurelda sem æða í gegnum allt sem verður á vegi þeirra. Maty Ryan ætlar að gefa sjálfur pening í baráttuna gegn eldunum í heimalandi sínu og þar geta aðrir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hjálpað með óbeinum hætti. Ryan ætlar nefnilega að gefa 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. I’ll be donating $500 for every registered save by all @premierleague goalkeepers this weekend. Please visit any of the sites below if you’re able to contribute. Thank you https://t.co/ALkFfMdOL8https://t.co/XhnSbJMHX0https://t.co/cOYyfGOZMVhttps://t.co/3aUufmplV7pic.twitter.com/07QarFLEBJ— Maty Ryan (@MatyRyan) January 9, 2020 Hann mun þar fara eftir opinberum tölum ensku úrvalsdeildarinnar um skráð varin skot markvarða í leikjunum tíu. Ryan er þarna væntanlega að tala um 500 ástralska dollara sem eru tæplega 43 þúsund íslenskar krónur. Maty Ryan biðlar líka til annarra um að styrkja þetta þarfa málefni en hann er ekki sá eini sem biður heiminn stuðning og er líka ekki sá eini sem er að gefa pening. Nú er bara að vona að ensku markverðirnir hafi mikið að gera í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir eru að meðaltali að verja 61 skot í umferð. 61 - On average this season, there have been 61 saves made by goalkeepers in the Premier League per matchday. Generous. https://t.co/6fCsd57xYD— OptaJoe (@OptaJoe) January 10, 2020 Ástralía Enski boltinn Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Sjá meira
Ástralski landsliðsmarkvörðurinn Maty Ryan fann sérstaka leið til að styrkja baráttuna gegn gróðureldunum í heimalandi hans. Maty Ryan er markvörður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá 2013. Hugur Maty Ryan er hjá löndum sínum þessa dagana sem eru að berjast við hræðilega og illviðráðanlega gróðurelda sem æða í gegnum allt sem verður á vegi þeirra. Maty Ryan ætlar að gefa sjálfur pening í baráttuna gegn eldunum í heimalandi sínu og þar geta aðrir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hjálpað með óbeinum hætti. Ryan ætlar nefnilega að gefa 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. I’ll be donating $500 for every registered save by all @premierleague goalkeepers this weekend. Please visit any of the sites below if you’re able to contribute. Thank you https://t.co/ALkFfMdOL8https://t.co/XhnSbJMHX0https://t.co/cOYyfGOZMVhttps://t.co/3aUufmplV7pic.twitter.com/07QarFLEBJ— Maty Ryan (@MatyRyan) January 9, 2020 Hann mun þar fara eftir opinberum tölum ensku úrvalsdeildarinnar um skráð varin skot markvarða í leikjunum tíu. Ryan er þarna væntanlega að tala um 500 ástralska dollara sem eru tæplega 43 þúsund íslenskar krónur. Maty Ryan biðlar líka til annarra um að styrkja þetta þarfa málefni en hann er ekki sá eini sem biður heiminn stuðning og er líka ekki sá eini sem er að gefa pening. Nú er bara að vona að ensku markverðirnir hafi mikið að gera í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir eru að meðaltali að verja 61 skot í umferð. 61 - On average this season, there have been 61 saves made by goalkeepers in the Premier League per matchday. Generous. https://t.co/6fCsd57xYD— OptaJoe (@OptaJoe) January 10, 2020
Ástralía Enski boltinn Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Sjá meira