Sigurganga Hildar heldur áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. Um helgina hlaut Hildur Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, auk þess sem hún var tilnefnd til Bafta-verðlauna fyrir sömu tónlist í vikunni. Jafnframt voru Hildi veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Auk verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina í fyrrnefndum Jóker hlaut Hildur verðlaun fyrir frumsamda tónlist sína í þáttunum Chernobyl á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda, Society of Composers & Lyricists. Hildur hafði áður hlotið Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni, sem er úr smiðju HBO og var sýnd á Stöð 2 á sínum tíma. Í þakkarræðu sinni sagði Hildur að það væri henni mikill heiður að fá inngöngu í þennan félagsskap, og vísaði til samtakanna sem veittu verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt og má nálgast lista yfir aðra verðlaunahafa með því að smella hér.Sjá einnig: Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Í ljósi velgengni Hildar á síðustu misserum er talið líklegt að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína. Til að mynda telur stórtímaritið Vanity Fair að Hildur muni hreppa tilnefningu en það kemur í ljós á mánudaginn næstkomandi. Hún er þegar komin í hóp þeirra 15 sem eiga möguleika á tilnefningu fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina, en fækkað verður í hópnum áður en formlegar Óskarstilnefningar verða kynntar. Vanity Fair telur líklegast að Thomas Newman muni hreppa Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Marriage Story, „en sigur Hildar á Golden Globes fær okkur til að halda að hún gæti orðið þriðja konan í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist,“ skrifa kvikmyndarýnir tímaritsins. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést árið 2018. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. Um helgina hlaut Hildur Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, auk þess sem hún var tilnefnd til Bafta-verðlauna fyrir sömu tónlist í vikunni. Jafnframt voru Hildi veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Auk verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina í fyrrnefndum Jóker hlaut Hildur verðlaun fyrir frumsamda tónlist sína í þáttunum Chernobyl á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda, Society of Composers & Lyricists. Hildur hafði áður hlotið Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni, sem er úr smiðju HBO og var sýnd á Stöð 2 á sínum tíma. Í þakkarræðu sinni sagði Hildur að það væri henni mikill heiður að fá inngöngu í þennan félagsskap, og vísaði til samtakanna sem veittu verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt og má nálgast lista yfir aðra verðlaunahafa með því að smella hér.Sjá einnig: Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Í ljósi velgengni Hildar á síðustu misserum er talið líklegt að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína. Til að mynda telur stórtímaritið Vanity Fair að Hildur muni hreppa tilnefningu en það kemur í ljós á mánudaginn næstkomandi. Hún er þegar komin í hóp þeirra 15 sem eiga möguleika á tilnefningu fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina, en fækkað verður í hópnum áður en formlegar Óskarstilnefningar verða kynntar. Vanity Fair telur líklegast að Thomas Newman muni hreppa Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Marriage Story, „en sigur Hildar á Golden Globes fær okkur til að halda að hún gæti orðið þriðja konan í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist,“ skrifa kvikmyndarýnir tímaritsins. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést árið 2018.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20
Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30