Stjórnin tókst á um Stefán eða Kolbrúnu Jakob Bjarnar og Stefán Ó. Jónsson skrifa 29. janúar 2020 11:33 Stjórnin skiptist í tvö horn, fjórir vildu Kolbrúnu Halldórsdóttur en fjórir Stefán Eiríksson. Oddaatkvæði formanns réði úrslitum og stjórn sammæltist um að koma fram einhuga varðandi valið. Samkvæmt heimildum Vísis var stjórn Ríkisútvarpsins ohf. klofin í afstöðu sinni til tveggja umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Valið stóð á milli Stefáns Eiríkssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Oddaatkvæði formanns stjórnarinnar, Kára Jónassonar, réði úrslitum. Á seinni stigum kom stjórnin sér saman um að koma fram út á við svo að sem einhugur hafi verið um val á Stefáni. Að þannig sé hagur stofnunarinnar best tryggður að valið hafi verið óumdeilt. Atkvæði féllu fjögur gegn fjórum Gunnar Smári Egilsson blaðamaður heldur því fram á sinni Facebooksíðu að atkvæðin hafi fallið þannig að Kolbrúnu völdu fulltrúar VG (Jón Ólafsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir), fulltrúi Samfylkingar (Mörður Árnason) og fulltrúi Pírata (Lára Hanna Einarsdóttir). Stefán vildu hins vegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Jónsson (varamaður Ragnheiðar Ríkharðsdóttur) og Brynjólfur Stefánsson), fulltrúi ráðherra (Kári Jónasson) og fulltrúi Viðreisnar (Birna Þórarinsdóttir). Þetta rímar við heimildir Vísis. Eftir því sem Vísir kemst næst sat Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins, hjá en hann mun ekki vera sáttur við valið á Stefáni, afstöðu sem meðal annars má rekja til ágreinings sem borgarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir átti við Stefán og hóp starfsmanna Ráðhússins. Atkvæði féllu þannig jöfn 4/4. Valgeir Vilhjálmsson situr í stjórn sem fulltrúi stofnunarinnar en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur hann ekki atkvæðisrétt. Ragnheiður tengdist nokkrum umsækjenda Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður stjórnar Ríkisútvarpsins, sagði sig frá ráðningarferlinu. Í samtali við Vísi sagðist hún hafa gert það um leið og listi umsækjenda lá fyrir í ljósi þess að hún taldi sig vera í of nánum tengslum við nokkra umsækjendur. Um sé að ræða fólk sem hún hefur starfað með á vettvangi stjórnmálanna, sem og annars staðar. „Persónuleg tengsl mín gerðu það að verkum að ég leit svo á að hæfisreglur stjórnsýslunnar segðu: „Þú getur ekki tekið þátt í þessu ferli,“ segir Ragnheiður. Því hafi hún sagt sig frá því, fyrrnefndur Jón Jónsson komið inn í hennar stað og hún ekki heyrt af ráðningu Stefáns fyrr en í fjölmiðlum í gær. „Þegar maður segir sig frá einhverju eða víkur sæti - þá gerir maður það 100%,“ undirstrikar Ragnheiður. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var stjórn Ríkisútvarpsins ohf. klofin í afstöðu sinni til tveggja umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Valið stóð á milli Stefáns Eiríkssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Oddaatkvæði formanns stjórnarinnar, Kára Jónassonar, réði úrslitum. Á seinni stigum kom stjórnin sér saman um að koma fram út á við svo að sem einhugur hafi verið um val á Stefáni. Að þannig sé hagur stofnunarinnar best tryggður að valið hafi verið óumdeilt. Atkvæði féllu fjögur gegn fjórum Gunnar Smári Egilsson blaðamaður heldur því fram á sinni Facebooksíðu að atkvæðin hafi fallið þannig að Kolbrúnu völdu fulltrúar VG (Jón Ólafsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir), fulltrúi Samfylkingar (Mörður Árnason) og fulltrúi Pírata (Lára Hanna Einarsdóttir). Stefán vildu hins vegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Jónsson (varamaður Ragnheiðar Ríkharðsdóttur) og Brynjólfur Stefánsson), fulltrúi ráðherra (Kári Jónasson) og fulltrúi Viðreisnar (Birna Þórarinsdóttir). Þetta rímar við heimildir Vísis. Eftir því sem Vísir kemst næst sat Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins, hjá en hann mun ekki vera sáttur við valið á Stefáni, afstöðu sem meðal annars má rekja til ágreinings sem borgarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir átti við Stefán og hóp starfsmanna Ráðhússins. Atkvæði féllu þannig jöfn 4/4. Valgeir Vilhjálmsson situr í stjórn sem fulltrúi stofnunarinnar en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur hann ekki atkvæðisrétt. Ragnheiður tengdist nokkrum umsækjenda Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður stjórnar Ríkisútvarpsins, sagði sig frá ráðningarferlinu. Í samtali við Vísi sagðist hún hafa gert það um leið og listi umsækjenda lá fyrir í ljósi þess að hún taldi sig vera í of nánum tengslum við nokkra umsækjendur. Um sé að ræða fólk sem hún hefur starfað með á vettvangi stjórnmálanna, sem og annars staðar. „Persónuleg tengsl mín gerðu það að verkum að ég leit svo á að hæfisreglur stjórnsýslunnar segðu: „Þú getur ekki tekið þátt í þessu ferli,“ segir Ragnheiður. Því hafi hún sagt sig frá því, fyrrnefndur Jón Jónsson komið inn í hennar stað og hún ekki heyrt af ráðningu Stefáns fyrr en í fjölmiðlum í gær. „Þegar maður segir sig frá einhverju eða víkur sæti - þá gerir maður það 100%,“ undirstrikar Ragnheiður.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30
Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45
Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent