Sportpakkinn: Refirnir geta komist í úrslit í fyrsta sinn í 20 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 18:15 Jamie Vardy snýr aftur í kvöld. vísir/getty Það ræðst í kvöld og annað kvöld hvaða lið leika til úrslita í enska deildabikarnum. Aston Villa mætir Leicester City í kvöld og Manchester liðin, City og United, eigast við annað kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leik Villa og Leicester. Markahrókurinn Jamie Vardy verður með Leicester í kvöld. Hann meiddist í 4-1 sigri á West Ham á miðvikudaginn í síðustu viku og var ekki með þegar Leicester vann Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardag. Vardy er markahæstur í úrvalsdeildinni, er búinn að skora 17 mörk en hefur ekki skorað í fimm síðustu leikjum. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að þótt hann sé ekki búinn að jafna sig ætli hann að tefla honum fram. Kelechi Iheanacho gæti spilað með Vardy í framlínunni. Strákurinn skoraði gegn Brentford um helgina. Það var hans sjöunda mark í tólf leikjum á leiktíðinni. Nampalys Mendy og Wes Morgan verða ekki með en Wilfred Ndidi gæti spilað sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Heilum 23 stigum munar á liðunum í úrvalsdeildinni. Villa er í 16. sæti en Leicester í því þriðja. Brasilíumaðurinn Wesley, sem Aston Villa keypti á 22 milljónir punda frá Club Brugge síðastliðið sumar, sleit krossbönd í hné á nýársdag og spilar ekki meira í vetur. Villa sótti annan leikmann í belgísku deildina, Mbwana Samatta kom til félagsins í síðustu viku. Hann var keyptur frá Genk á tíu milljónir punda. Aston Villa hefur átta sinnum komist í úrslit deildabikarsins, síðast fyrir 10 árum þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Síðast vann liðið deildabikarinn 1996, vann þá Leeds 3-0 í úrslitum. Það var fimmti sigur liðsins í deildabikarnum. Leicester hefur fimm sinnum komist í úrslit þessarar keppni, síðast fyrir 20 árum, vann þá Aston Villa í undanúrslitum og Tranmere Rovers í úrslitaleiknum, 2-1. Klippa: Sportpakkinn: Villa og Leicester berjast um sæti í úrslitaleiknum Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Það ræðst í kvöld og annað kvöld hvaða lið leika til úrslita í enska deildabikarnum. Aston Villa mætir Leicester City í kvöld og Manchester liðin, City og United, eigast við annað kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leik Villa og Leicester. Markahrókurinn Jamie Vardy verður með Leicester í kvöld. Hann meiddist í 4-1 sigri á West Ham á miðvikudaginn í síðustu viku og var ekki með þegar Leicester vann Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardag. Vardy er markahæstur í úrvalsdeildinni, er búinn að skora 17 mörk en hefur ekki skorað í fimm síðustu leikjum. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að þótt hann sé ekki búinn að jafna sig ætli hann að tefla honum fram. Kelechi Iheanacho gæti spilað með Vardy í framlínunni. Strákurinn skoraði gegn Brentford um helgina. Það var hans sjöunda mark í tólf leikjum á leiktíðinni. Nampalys Mendy og Wes Morgan verða ekki með en Wilfred Ndidi gæti spilað sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Heilum 23 stigum munar á liðunum í úrvalsdeildinni. Villa er í 16. sæti en Leicester í því þriðja. Brasilíumaðurinn Wesley, sem Aston Villa keypti á 22 milljónir punda frá Club Brugge síðastliðið sumar, sleit krossbönd í hné á nýársdag og spilar ekki meira í vetur. Villa sótti annan leikmann í belgísku deildina, Mbwana Samatta kom til félagsins í síðustu viku. Hann var keyptur frá Genk á tíu milljónir punda. Aston Villa hefur átta sinnum komist í úrslit deildabikarsins, síðast fyrir 10 árum þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Síðast vann liðið deildabikarinn 1996, vann þá Leeds 3-0 í úrslitum. Það var fimmti sigur liðsins í deildabikarnum. Leicester hefur fimm sinnum komist í úrslit þessarar keppni, síðast fyrir 20 árum, vann þá Aston Villa í undanúrslitum og Tranmere Rovers í úrslitaleiknum, 2-1. Klippa: Sportpakkinn: Villa og Leicester berjast um sæti í úrslitaleiknum
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30