Eigum við í alvöru að vera stolt? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2020 09:00 Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar