FOKK Jú ALLIR... Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:00 ...sagði 14 ára nemandi minn einu sinni. Hann var kominn með nóg. Nóg af skólanum, kennurum, samnemendum sínum og nóg af sjálfum sér. Ég skil hann mjög vel. Ég skal segja ykkur af hverju ég skil hann svona vel með því að taka dæmi af Jóni, grunnskólanema í íslensku grunnskólakerfi. Jón er frekar virkur en skemmtilegur drengur. Hann hlær svo krúttlega og elskar að leika í playmo um sex ára aldurinn. Hann getur sagt öllum frá ævintýrunum sem hann býr til í huganum og hann getur slegist við ósýnilega riddara sem búa bakvið gardínurnar. Hann var síðan settur í skóla. Þar þarf hann að sitja í marga klukkutíma á dag og hlusta á fróðleik sem hefur verið kenndur síðan mamma hans var í grunnskóla. Allt samkvæmt Aðalnámskrá sjáið til. Hann má ekki lengur segja frá ævintýrunum sínum og leyfa líkamanum að ráða ferðinni og teygja úr sér eða hoppa nokkrum sinnum til að hleypa allir þessari orku út. Hann þarf að læra lesa og fallbeygja, hann þarf að læra nöfn á fuglum og margföldunartöfluna. Hann þarf að muna nöfn á fiskum og lesa upphátt fyrir framan alla en hann kann ekki að lesa. Það sem hann þráir hins vegar er að skynja veröldina, sjá fuglana án þess að þurfa þylja upp hugtökin. Smám saman fær hann þau skilaboð, daglega og oft á dag að hann sé ekki nóg. Hann geti ekki setið kyrr, hann geti ekki gert þetta sem hann er beðinn um. Hann sé bara ómögulegur. Honum fer að líða illa. Tilfinningin: „ég er ekki nóg“ bankar upp á. Þessi tilfinning gerir það að verkum að hann fer að forðast skólann. Hann nennir ekki að láta segja sér enn eina ferðina að hann sé lúser. Hann fer að sýna óviðeigandi hegðun. Hann gerir allt til að þurfa ekki að láta segja sér að hann er ekki nóg. Síðan þegar hann fer að trúa því að hann sé ekki nóg. Þá byrjar ballið. Eftir 10 ár í grunnskóla - eða afplánun eins og hann myndi orða það - útskrifast hann og segir bara fokkjúall - komin með nóg af lífinu. Nú hljómar eins og ég sé að gagnrýna kennara eða skólana sjálfa. En það er ekki minn ásetningur. Flestir kennarar og stjórnendur sem ég þekki eru frábært fólk og eru að gera sitt allra, allra besta. Þeir vinna bara eftir menningu og kerfi sem hefur skapast í gegnum árin. Ég er að tala um kerfið. Hvers vegna - eftir alla þessa áratugi - erum við ennþá að kenna það sama? Við vitum betur í dag. Við höfum þróast svo hratt og tímarnir eru allt aðrir en fyrir 40 árum. Hvers vegna erum við enn að nota kennsluaðferðir sem virkuðu þá? Auðvitað eru margir skólar með mjög þróaðar aðferðir og eru að finna einhver punkta, en oftar en ekki stoppar kerfið og fjármagn þá af til að fara alla leið. Ég veit fullvel að ég hendi hér út sprengjum með þessari umræðu. En ég ætla samt að halda áfram. Við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt innan kerfisins. Samt náum við ekki nógu góðum árangri. Stöðugt fleiri fá svokallaða skólaforðun. Kennarar hlaupa um með 16.000 skref á skrefamælinum sínum og á blóðþrýstingslyfjum að reyna sitt allra besta. Það þarf ekki að breyta neinu innan kerfisins. Kerfið sjálft er vandamálið. Ég veit um tugi kennara sem sitja útbrenndir heima hjá sér og skilja ekki neitt í neinu. Þeir voru bara að slökkva elda alla daga, synda marvaða og reyna lifa af í biluðu kerfi. Þetta er eins og að gera alltaf við bilaða bíldruslu. Þegar eitt er komið í lag, þá bilar annað. Förum að hugsa öðruvísi. Förum að þora að breyta. Leyfum Jóni og félögum að útskrifast án þess að þurfa að segja fokkjúall! Fáum nemendur út í samfélagið með vitneskju um það að þeir eru með styrklega og eru fjandinn hafi það nóg! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
...sagði 14 ára nemandi minn einu sinni. Hann var kominn með nóg. Nóg af skólanum, kennurum, samnemendum sínum og nóg af sjálfum sér. Ég skil hann mjög vel. Ég skal segja ykkur af hverju ég skil hann svona vel með því að taka dæmi af Jóni, grunnskólanema í íslensku grunnskólakerfi. Jón er frekar virkur en skemmtilegur drengur. Hann hlær svo krúttlega og elskar að leika í playmo um sex ára aldurinn. Hann getur sagt öllum frá ævintýrunum sem hann býr til í huganum og hann getur slegist við ósýnilega riddara sem búa bakvið gardínurnar. Hann var síðan settur í skóla. Þar þarf hann að sitja í marga klukkutíma á dag og hlusta á fróðleik sem hefur verið kenndur síðan mamma hans var í grunnskóla. Allt samkvæmt Aðalnámskrá sjáið til. Hann má ekki lengur segja frá ævintýrunum sínum og leyfa líkamanum að ráða ferðinni og teygja úr sér eða hoppa nokkrum sinnum til að hleypa allir þessari orku út. Hann þarf að læra lesa og fallbeygja, hann þarf að læra nöfn á fuglum og margföldunartöfluna. Hann þarf að muna nöfn á fiskum og lesa upphátt fyrir framan alla en hann kann ekki að lesa. Það sem hann þráir hins vegar er að skynja veröldina, sjá fuglana án þess að þurfa þylja upp hugtökin. Smám saman fær hann þau skilaboð, daglega og oft á dag að hann sé ekki nóg. Hann geti ekki setið kyrr, hann geti ekki gert þetta sem hann er beðinn um. Hann sé bara ómögulegur. Honum fer að líða illa. Tilfinningin: „ég er ekki nóg“ bankar upp á. Þessi tilfinning gerir það að verkum að hann fer að forðast skólann. Hann nennir ekki að láta segja sér enn eina ferðina að hann sé lúser. Hann fer að sýna óviðeigandi hegðun. Hann gerir allt til að þurfa ekki að láta segja sér að hann er ekki nóg. Síðan þegar hann fer að trúa því að hann sé ekki nóg. Þá byrjar ballið. Eftir 10 ár í grunnskóla - eða afplánun eins og hann myndi orða það - útskrifast hann og segir bara fokkjúall - komin með nóg af lífinu. Nú hljómar eins og ég sé að gagnrýna kennara eða skólana sjálfa. En það er ekki minn ásetningur. Flestir kennarar og stjórnendur sem ég þekki eru frábært fólk og eru að gera sitt allra, allra besta. Þeir vinna bara eftir menningu og kerfi sem hefur skapast í gegnum árin. Ég er að tala um kerfið. Hvers vegna - eftir alla þessa áratugi - erum við ennþá að kenna það sama? Við vitum betur í dag. Við höfum þróast svo hratt og tímarnir eru allt aðrir en fyrir 40 árum. Hvers vegna erum við enn að nota kennsluaðferðir sem virkuðu þá? Auðvitað eru margir skólar með mjög þróaðar aðferðir og eru að finna einhver punkta, en oftar en ekki stoppar kerfið og fjármagn þá af til að fara alla leið. Ég veit fullvel að ég hendi hér út sprengjum með þessari umræðu. En ég ætla samt að halda áfram. Við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt innan kerfisins. Samt náum við ekki nógu góðum árangri. Stöðugt fleiri fá svokallaða skólaforðun. Kennarar hlaupa um með 16.000 skref á skrefamælinum sínum og á blóðþrýstingslyfjum að reyna sitt allra besta. Það þarf ekki að breyta neinu innan kerfisins. Kerfið sjálft er vandamálið. Ég veit um tugi kennara sem sitja útbrenndir heima hjá sér og skilja ekki neitt í neinu. Þeir voru bara að slökkva elda alla daga, synda marvaða og reyna lifa af í biluðu kerfi. Þetta er eins og að gera alltaf við bilaða bíldruslu. Þegar eitt er komið í lag, þá bilar annað. Förum að hugsa öðruvísi. Förum að þora að breyta. Leyfum Jóni og félögum að útskrifast án þess að þurfa að segja fokkjúall! Fáum nemendur út í samfélagið með vitneskju um það að þeir eru með styrklega og eru fjandinn hafi það nóg! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun