Óttast slys vegna lélegra merkinga á Reykjanesbraut Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 23:15 Dimmt var um að litast á Reykjanesbrautinni þegar Þórólfur átti þar leið um snemmkveldis. Skjáskot/Þórólfur Júlían Dagsson Aðeins tímaspursmál er hvenær verður slys á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar, að mati Þórólfs Júlíans Dagssonar sem hefur tekið þátt í starfi þrýstihóps um tvöföldun brautarinnar. Skilti sem skilja að akreinar í gagnstæða átt eru svo illsjáanleg að Þórólfur telur þau ekki segja ökumönnum neitt. Frosinn snjór hjúpaði skiltin þegar Þórólfur var á ferð eftir Reykjanesbrautinni nærri Vallahverfi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann tók myndband af því þegar hann fór út úr bíl sínum til að þurrka af einu þeirra til að betur sæist hvert það vísaði ökumönnum að fara. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi verið nærri því að keyra á eina stikuna fyrir framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar því þær hafi verið svo dökkar í janúarmyrkrinu. „Það er búið að setja upp alls konar stikur, dót og skilti. Þau bara segja voðalega lítið þessi skilti. Fólk sem er að koma þarna í fyrsta skipti veit ekkert hvað þetta þýðir,“ segir Þórólfur sem hafði samband við lögreglu sem vísaði honum á Vegagerðina. Sá sem Þórólfur ræddi við hjá Vegagerðinni gat ekki sagt til um hvenær brugðist yrði við ábendingu hans. „Það verður að finna aðra lausn en eins og þetta er núna. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys þarna,“ segir hann. Sérstaklega hefur Þórólfur áhyggjur af öllum þeim erlendu ökumönnum sem aka um svæðið til og frá Keflavíkurflugvelli og þekkja ekki aðstæður. „Þetta eru fáránlegar aðstæður fyrir erlenda ferðamenn að koma í,“ segir hann. Þórólfur telur enga lausn í því að hreinsa skiltin. Þrýstihópurinn „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til að útrýma tíðum slysum þar hefur viljað að Vegagerðin skildi að akreinar þar sem ekki er búið að tvöfalda. Þórólfur segir að ef fé sem hefur verið úthlutað til framkvæmda við Reykjanesbrautina hefði verið varið í að skilja akreinarnar strax að væri vandamálið ekki til staðar. Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Aðeins tímaspursmál er hvenær verður slys á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar, að mati Þórólfs Júlíans Dagssonar sem hefur tekið þátt í starfi þrýstihóps um tvöföldun brautarinnar. Skilti sem skilja að akreinar í gagnstæða átt eru svo illsjáanleg að Þórólfur telur þau ekki segja ökumönnum neitt. Frosinn snjór hjúpaði skiltin þegar Þórólfur var á ferð eftir Reykjanesbrautinni nærri Vallahverfi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann tók myndband af því þegar hann fór út úr bíl sínum til að þurrka af einu þeirra til að betur sæist hvert það vísaði ökumönnum að fara. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi verið nærri því að keyra á eina stikuna fyrir framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar því þær hafi verið svo dökkar í janúarmyrkrinu. „Það er búið að setja upp alls konar stikur, dót og skilti. Þau bara segja voðalega lítið þessi skilti. Fólk sem er að koma þarna í fyrsta skipti veit ekkert hvað þetta þýðir,“ segir Þórólfur sem hafði samband við lögreglu sem vísaði honum á Vegagerðina. Sá sem Þórólfur ræddi við hjá Vegagerðinni gat ekki sagt til um hvenær brugðist yrði við ábendingu hans. „Það verður að finna aðra lausn en eins og þetta er núna. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys þarna,“ segir hann. Sérstaklega hefur Þórólfur áhyggjur af öllum þeim erlendu ökumönnum sem aka um svæðið til og frá Keflavíkurflugvelli og þekkja ekki aðstæður. „Þetta eru fáránlegar aðstæður fyrir erlenda ferðamenn að koma í,“ segir hann. Þórólfur telur enga lausn í því að hreinsa skiltin. Þrýstihópurinn „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til að útrýma tíðum slysum þar hefur viljað að Vegagerðin skildi að akreinar þar sem ekki er búið að tvöfalda. Þórólfur segir að ef fé sem hefur verið úthlutað til framkvæmda við Reykjanesbrautina hefði verið varið í að skilja akreinarnar strax að væri vandamálið ekki til staðar.
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira