Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum eftir rakaskemmdir í skólanum að sögn foreldris. Nýtt þak í skólanum lekur en hann opnaði eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum. Upplýsingastjóri borgarinnar segir að þetta verði lagað eins fljótt og auðið er. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fossvogsskóla í Reykjavík eftir að mygla kom upp vegna rakaskemmda. Skólinn lokaði í mars þar sem bæði börn og starfsfólk fann fyrir einkennum vegna myglu. Skólinn opnaði að nýju eftir áramót og þrátt fyrir viðgerðir upp á 400 til 500 milljónir króna kom upp leki. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að það sé í nýviðgerðu þaki, að það séu einhverjar rakaskemmdir og mygla að myndast þar miðað við viðbrögð barnanna í rýminu þar,“ segir Magnea Árnadóttir, móðir barns í Fossvogsskóla. Hversu mörg börn hafa veikst? „Ég veit um að minnsta kosti sex börn en ég tel þau vera fleiri,“ segir Magnea. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom lekinn upp í desember. Þá var gert við hann en í úrkomutíð undanfarið fór svo aftur að leka. Magnea segir að þrátt fyrir flottar endurbætur á skólanum eigi eftir að lagfæra rakaskemmdir á geymslu skólans. Hún sé illa farin og þá hafi börn kvartað undan heimilisfræðistofu. Að sögn borgaryfirvalda var heimilisfræðistofan öll tekin í gegn en samt sem áður finni nokkur börn fyrir einkennum í henni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar, segir að þakið verði lagað. „Það verður brugðist mjög hratt og vel við um leið og tíðin leyfir að það verði tekið á þessu og þetta lagað,“ segir hann. Er það ekki óeðlilegt að nýtt þak fari að leka? „Jú, það er það og þess vegna verður bara farið yfir það hvað hefur brugðist,“ segir Bjarni. Þá verði ráðist í endurbætur þar sem enn sé grunur á raka. „Ég reikna fastlega með því að allt það sem foreldrar sem eiga börn sem virðast þjást af einhvers konar einkennum vegna rakaskemmda að það verði farið í að laga það eins og hefur verið gert hér í öllum skólanum,“ segir Bjarni. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum eftir rakaskemmdir í skólanum að sögn foreldris. Nýtt þak í skólanum lekur en hann opnaði eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum. Upplýsingastjóri borgarinnar segir að þetta verði lagað eins fljótt og auðið er. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fossvogsskóla í Reykjavík eftir að mygla kom upp vegna rakaskemmda. Skólinn lokaði í mars þar sem bæði börn og starfsfólk fann fyrir einkennum vegna myglu. Skólinn opnaði að nýju eftir áramót og þrátt fyrir viðgerðir upp á 400 til 500 milljónir króna kom upp leki. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að það sé í nýviðgerðu þaki, að það séu einhverjar rakaskemmdir og mygla að myndast þar miðað við viðbrögð barnanna í rýminu þar,“ segir Magnea Árnadóttir, móðir barns í Fossvogsskóla. Hversu mörg börn hafa veikst? „Ég veit um að minnsta kosti sex börn en ég tel þau vera fleiri,“ segir Magnea. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom lekinn upp í desember. Þá var gert við hann en í úrkomutíð undanfarið fór svo aftur að leka. Magnea segir að þrátt fyrir flottar endurbætur á skólanum eigi eftir að lagfæra rakaskemmdir á geymslu skólans. Hún sé illa farin og þá hafi börn kvartað undan heimilisfræðistofu. Að sögn borgaryfirvalda var heimilisfræðistofan öll tekin í gegn en samt sem áður finni nokkur börn fyrir einkennum í henni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar, segir að þakið verði lagað. „Það verður brugðist mjög hratt og vel við um leið og tíðin leyfir að það verði tekið á þessu og þetta lagað,“ segir hann. Er það ekki óeðlilegt að nýtt þak fari að leka? „Jú, það er það og þess vegna verður bara farið yfir það hvað hefur brugðist,“ segir Bjarni. Þá verði ráðist í endurbætur þar sem enn sé grunur á raka. „Ég reikna fastlega með því að allt það sem foreldrar sem eiga börn sem virðast þjást af einhvers konar einkennum vegna rakaskemmda að það verði farið í að laga það eins og hefur verið gert hér í öllum skólanum,“ segir Bjarni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00