Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. vísir/vilhelm Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eftir að skólinn opnaði á ný í Fossvogi eftir viðgerðir vegna myglu hefur þakið aftur lekið í miklu rigningaveðri. Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Eftir úttekt kom meðal annars í ljós að ástand þaks í Vesturlandi í skólanum var mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem nánast allt var endurnýjað í skólanum. Þannig var húsbúnaður meðal þess sem var endurnýjaður. Á foreldrafundi vegna málsins kom fram að framkvæmdirnar myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver endanlegur kostnaður er áætlaður. Endurnýjaður Fossvogsskóli opnaði á ný í Fossvogsdal eftir áramót. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom upp leki í Vesturlandi sem er vestari álma skólans í desember. Gert var við lekann en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir hann alfarið þar sem sama húsnæði hefur lekið í mikilli úrkomutíð undanfarið. Verið er að vinna í málinu en þeir sem fréttastofa ræddi við í morgun sögðu þetta vera mikið áfall en fólk stóð í þeirri trú að búið væri að koma í veg fyrir allan leka. Skólastjóri Fossvogsskóla vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar segir þetta alls ekki gott mál, ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir lekann á Vesturlandi í Fossvogsskóla. Gert verði við þakið við fyrsta tækifæri eða þegar veður leyfir. Engar rakaskemmdir hafi orðið. Honum finnst afar leiðinlegt að þetta komi upp í nýlega endurnýjuðu þaki. Virðist þetta vera einhver hönnunargalli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eftir að skólinn opnaði á ný í Fossvogi eftir viðgerðir vegna myglu hefur þakið aftur lekið í miklu rigningaveðri. Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Eftir úttekt kom meðal annars í ljós að ástand þaks í Vesturlandi í skólanum var mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem nánast allt var endurnýjað í skólanum. Þannig var húsbúnaður meðal þess sem var endurnýjaður. Á foreldrafundi vegna málsins kom fram að framkvæmdirnar myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver endanlegur kostnaður er áætlaður. Endurnýjaður Fossvogsskóli opnaði á ný í Fossvogsdal eftir áramót. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom upp leki í Vesturlandi sem er vestari álma skólans í desember. Gert var við lekann en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir hann alfarið þar sem sama húsnæði hefur lekið í mikilli úrkomutíð undanfarið. Verið er að vinna í málinu en þeir sem fréttastofa ræddi við í morgun sögðu þetta vera mikið áfall en fólk stóð í þeirri trú að búið væri að koma í veg fyrir allan leka. Skólastjóri Fossvogsskóla vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar segir þetta alls ekki gott mál, ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir lekann á Vesturlandi í Fossvogsskóla. Gert verði við þakið við fyrsta tækifæri eða þegar veður leyfir. Engar rakaskemmdir hafi orðið. Honum finnst afar leiðinlegt að þetta komi upp í nýlega endurnýjuðu þaki. Virðist þetta vera einhver hönnunargalli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06