Allir leikmenn á EM í handbolta þurftu að spila í sérstökum „brjóstahaldara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:00 Svona líta þessir KINEXON brjóstahaldarar út en allir leikmenn á EM þurftu að spila í svona. Getty/Arne Deder Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge. EM 2020 í handbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira