Þetta gerist þegar maður sefur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 12:30 Erla Björnsdóttir þekkir góðan svefn vel. Erla Björnsdóttir er einn reyndasti svefnsérfræðingur landsins. Hún er sálfræðingur að mennt með doktorsgráðu í líf og læknavísindum. Erla hefur mikið rannsakað svefn á undanförnum árum og veitir skjólstæðingum sínum klíníska ráðgjöf á því sviði. Svefninn er nefnilega ótrúlega áhugavert fyrirbæri sem veitir okkur mun meira heldur en bara þá nauðsynlegu hvíld sem við vitum að við þurfum. Frosti Logason hitti Erlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og ræddi svefn við hana. „Hér áður fyrr var aðallega verið að leggja áherslu á hreyfingu og matarræði en við erum sem betur fer farin að átta okkur á því að góður nætursvefn er algjör grunnstoð upp á heilsu, bæði líkamlega og andlega,“ segir Erla. „Svefninn er ofboðslega virkt ástand. Það er margt að gerast á líkama og sál meðan við sofum. Við erum að spara orku, erum að endurnæra okkur, endurnýja frumur í líkamanum, losa út eiturefni og flokka áreiti,“ segir Erla og bætir við fjölmörgum atriðum. En hversu mikið þurfum við að sofa til að fá það sem kallað er góður nætursvefn og hvernig vitum við hvað er nóg? „Fullorðnir þurfa að sofa í 7-9 klukkustundir og það er alltaf munur á okkur. Börn og unglingar þurfa lengri svefn. Það er ágætis mælikvarði að skoða hvernig okkur líður yfir daginn. Erum við þreytt? Erum við orkulaus? Erum við að leita í skyndiorku t.d. í matarræði.“ Erla segir að þrátt fyrir þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað varðandi hversu miklu máli svefninn skiptir þá sýni rannsóknir að Íslendingar eru að sofa alltof lítið. Samkvæmt nýlegri heilbrigðiskönnun Gallup telur um helmingur Íslendinga sig ekki sofa nóg, þriðjungur sefur sex tíma eða minna og ef fólk er spurt hvað það geri til að bæta svefninn er algengasta svarið að fólk taki svefnlyf sem er alls ekki nógu gott að mati Erlu en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Erla Björnsdóttir er einn reyndasti svefnsérfræðingur landsins. Hún er sálfræðingur að mennt með doktorsgráðu í líf og læknavísindum. Erla hefur mikið rannsakað svefn á undanförnum árum og veitir skjólstæðingum sínum klíníska ráðgjöf á því sviði. Svefninn er nefnilega ótrúlega áhugavert fyrirbæri sem veitir okkur mun meira heldur en bara þá nauðsynlegu hvíld sem við vitum að við þurfum. Frosti Logason hitti Erlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og ræddi svefn við hana. „Hér áður fyrr var aðallega verið að leggja áherslu á hreyfingu og matarræði en við erum sem betur fer farin að átta okkur á því að góður nætursvefn er algjör grunnstoð upp á heilsu, bæði líkamlega og andlega,“ segir Erla. „Svefninn er ofboðslega virkt ástand. Það er margt að gerast á líkama og sál meðan við sofum. Við erum að spara orku, erum að endurnæra okkur, endurnýja frumur í líkamanum, losa út eiturefni og flokka áreiti,“ segir Erla og bætir við fjölmörgum atriðum. En hversu mikið þurfum við að sofa til að fá það sem kallað er góður nætursvefn og hvernig vitum við hvað er nóg? „Fullorðnir þurfa að sofa í 7-9 klukkustundir og það er alltaf munur á okkur. Börn og unglingar þurfa lengri svefn. Það er ágætis mælikvarði að skoða hvernig okkur líður yfir daginn. Erum við þreytt? Erum við orkulaus? Erum við að leita í skyndiorku t.d. í matarræði.“ Erla segir að þrátt fyrir þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað varðandi hversu miklu máli svefninn skiptir þá sýni rannsóknir að Íslendingar eru að sofa alltof lítið. Samkvæmt nýlegri heilbrigðiskönnun Gallup telur um helmingur Íslendinga sig ekki sofa nóg, þriðjungur sefur sex tíma eða minna og ef fólk er spurt hvað það geri til að bæta svefninn er algengasta svarið að fólk taki svefnlyf sem er alls ekki nógu gott að mati Erlu en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira