Dusta rykið af viðbragðsáætlunum og stilla saman strengi vegna Wuhan-veirunnar Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. janúar 2020 11:32 Minnst níu eru látnir og nokkur hundruð hafa sýkst í Kína og öðrum ríkjum. EPA Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira