Hyggjast stofna starfshóp um ræktun iðnaðarhamps Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:32 Ráðherrarnir tveir hafa rætt málið sín á milli og vonast til að geta myndað starfshóp í þessari viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur. Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggjast setja á laggirnar starfshóp sem falið verður að skoða möguleika til notkunar iðnaðarhamps og meta hvaða lagabreytingar kunni að þurfa að gera til að svo megi vera. Þetta kom fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Hún býst við því að það takist að koma starfshópnum saman í þessari viku. „Væntanlega þyrfti þar líka aðkomu umhverfisráðuneytisins í ljósi þess að þarna er um að ræða ræktun,“ sagði Svandís.Sjá einnig: Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Halldóra vakti í fyrirspurn sinni athygli á frétt Rúv í gær þar sem fjallað var um tilraunaræktun með hamp í Gautavík í Berufirði. „Vísbendingar eru um að iðnaðarhampur hafi verið ræktaður á Íslandi í nokkrar aldir, allt fram að banni gegn kannabis um miðbik síðustu aldar. Iðnaðarhampur er hráefni sem leysir af hólmi fjölmörg önnur mengandi efni, svo sem koltrefjar og steinsteypu og hampur bindur koltvísýring einstaklega hratt og fjölhæfi plöntunnar nær yfir byggingariðnað, matvælaiðnað, lyfjaiðnað og textíliðnað,“ nefndi Halldóra sem dæmi. Þurfi að bregðast hratt við Nú sé aftur á móti svo komið að Lyfjastofnun hafi ákveðið að banna með öllu innflutning á hampfræjum. „Án þeirra verður öllum forsendum kippt undan þessari starfsemi,“ sagði Halldóra en hún vill meina að plantan ætti ekki að flokkast undir lög um ávana- og fíkniefni. Það sjónarmið stangast á við túlkun Lyfjastofnunar. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/vilhelm „Mér skilst að ef þetta mál leysist ekki núna, á innan við mánuði, að þá sé orðið of seint að hefja undirbúning ræktunar fyrir komandi sumar. Þannig að ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort það skjóti ekki skökku við að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er að veita fé til starfsemi sem Lyfjastofnun telur ólöglega. Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum stofnunum?“ spurði Halldóra. Líklega þurfi lagabreytingu Svandís sagðist hafa fylgst með þessari umræðu að því er varðar samskipti við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Af þeim sökum höfum við komið á samskiptum milli ráðuneytanna tveggja, það er að segja heilbrigðisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í því skyni að setja saman starfshóp til að skoða málið. Markmiðið er ekki alveg fastmótað en það yrði líklega að skoða möguleika á því að nota hamp í iðnaði og hvaða lagabreytinga yrði þá þörf og svo framvegis svo þetta yrði til skoðunar. Ég býst við, og var að ræða það við sessunaut minn í ríkisstjórn [Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra] að við náum að koma starfshópnum saman í þessari viku,“ sagði Svandís. „Niðurstaða Lyfjastofnunar er að ákvæði ávana- og fíkniefnalaga með síðari breytingum feli í sér að plöntur af þessum toga falli undir ákvæði laganna. Það er að segja að ef til kæmi eða til stæði að skoðuðu máli að breyta þessari stöðu þyrfti að breyta lögum um ávana- og fíkniefni,“ sagði Svandís ennfremur.
Alþingi Kannabis Lyf Nýsköpun Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira