Rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2020 13:49 Frá Flateyrarhöfn. Vísir/Egill Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ætlar að rannsaka hvers vegna björgunarbátar blésu ekki út þegar bátar urðu fyrir snjóflóði í Flateyrarhöfn. Búið er að ná einum bátnum úr höfninni og bíða hafnarstarfsmenn nú færis til að geta náð öðrum bátum upp. Sex bátar í Flateyrarhöfn urðu fyrir snjóflóðinu en athygli hefur vakið svo virðist sem engir björgunarbátar hafi blásið út á þessum bátum sem sumir hverjir voru hálfir í kafi eftir hamfarirnar. Jón Arilíus Ingólfsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir þetta til skoðunar hjá nefndinni. Verður kannað hvers vegna björgunarbátarnir blésu ekki út og hvort bátarnir hafi verið á nægjanlegu dýpi svo það hefði átt að gerast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður beint því til Samgöngustofu að reglur um losunar- og sjósetningarbúnaði um borð í íslenskum skipum verði teknar til endurskoðunar og talið óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar náðu Blossa, einum bátanna sem urðu fyrir flóðinu, á land síðastliðið laugardagskvöld. Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri segir veðursaðstæður hafa komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Verið sé að meta hvort hægt sé að ráðast í aðgerðir í dag vegna veðurs. Tveir bátanna eru strandaðir í fjörunni og ekki mikil áhersla lögð á að hreyfa við þeim í bili. „Það er aðalatriðið að ná Sjávarperlunni, Eiði og Guðjóni Arnari á flot. Guðjón Arnar er eini sem er alveg sokkinn. Það eru verkefnin fram undan að ná þeim bátum upp. Við höfum minni áhyggjur af þeim sem eru strandaðir í fjörunni. Það kemur engin mengun frá þeim og þeir verða síðastir í röðinni.“ Ísafjarðarhöfn fékk norska bátinn Fosnakongen frá Noregi til að hífa Blossa á land en sá bátur er notaði af laxeldisfyrirtækjunum Arnarlaxi og Arctic Fish á suður fjörðum Vestfjarða. Einn reyndasti kafari landsins aðstoðar starfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar við þessa aðgerð en sá er Kjartan Hauksson hjá Sjótækni. Guðmundur segir það athygli vert að björgunarbátarnir hafi ekki blásið út. „Við vitum ekki hvort þeir hafi blásið upp á Eiði en bátarnir á Blossa voru á sínum stað.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira