Gámarnir „krumpuðust“ utan um húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 10:38 Frá höfninni á Flateyri fyrir helgi. Vísir/Jói K. Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku. Eyðilegging – og svo uppbygging – blasir nú við bæjarbúum, einkum í höfninni þar sem gríðarlegt tjón hefur orðið á bátum, gámum og öðrum munum. Þetta kom fram í máli Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Magnús sagði að mjög væri tekið að hægjast á aðgerðum nú þegar tæp vika er liðin síðan snjóflóðin féllu. Síðustu björgunarsveitarmennirnir, sem komu til hjálpar á Flateyri hvaðanæva af landinu, fóru heim í gær, að sögn Magnúsar. Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri.Vísir/Egill Þá sé ljóst að mikið tjón hafi orðið í bænum, einkum við höfnina. Þegar hefur komið fram að margir bátar í höfninni hafi skemmst þegar snjóflóðið féll en í gær hófst vinna við að ná þeim upp úr sjónum. Þá eru gámar sem stóðu í kringum masturshús í höfninni afar illa farnir eftir flóðið. „Við vissum af gámum sem voru með kajökum og sjóstangveiðibúnaði og við reyndum að vinna okkur að þeim í gær en þeir eru alveg krumpaðir eins og snjóbolti. Þannig að það er gífurlegt tjón þar líka,“ sagði Magnús. „Þeir krumpuðust utan um húsið. […] Annar gámurinn er í „L“ utan um húsið og rifinn upp, stálið rifnaði, það eru svaka kraftar í þessu.“ Óvissustigi vegna snjóflóðanna var aflýst í gærkvöldi og kvað Magnús ástandið stöðugt eins og er. Þá væri nokkuð óhugnanlegt að vita af því að varnargarðurinn fyrir ofan bæinn hafi ekki haldið að öllu leyti. „En það hefur í gegnum tíðina fallið flóð á þá [varnargarðana] og þess vegna lifið maður í þeirri trú að treysta þeim hundrað prósent. Ég bý hérna sjálfur alveg við þá og ég hafði hundrað prósent traust á þeim,“ sagði Magnús. „Það er auðvitað mesta sjokkið. Í mínu tilfelli er það bara hræðslan við að þetta gerist aftur svolítið ofarlega í huga manns. Af því að traustið var svo mikið og alveg sama hvað verður gert, erum við enn þá tilraunadýr eða er þetta nóg núna?“ Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 „Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18 Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Ró er tekin að færast yfir Flateyri eftir mikinn eril og viðbúnað síðustu daga í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á bæinn í byrjun síðustu viku. Eyðilegging – og svo uppbygging – blasir nú við bæjarbúum, einkum í höfninni þar sem gríðarlegt tjón hefur orðið á bátum, gámum og öðrum munum. Þetta kom fram í máli Magnúsar Einars Magnússonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Magnús sagði að mjög væri tekið að hægjast á aðgerðum nú þegar tæp vika er liðin síðan snjóflóðin féllu. Síðustu björgunarsveitarmennirnir, sem komu til hjálpar á Flateyri hvaðanæva af landinu, fóru heim í gær, að sögn Magnúsar. Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri.Vísir/Egill Þá sé ljóst að mikið tjón hafi orðið í bænum, einkum við höfnina. Þegar hefur komið fram að margir bátar í höfninni hafi skemmst þegar snjóflóðið féll en í gær hófst vinna við að ná þeim upp úr sjónum. Þá eru gámar sem stóðu í kringum masturshús í höfninni afar illa farnir eftir flóðið. „Við vissum af gámum sem voru með kajökum og sjóstangveiðibúnaði og við reyndum að vinna okkur að þeim í gær en þeir eru alveg krumpaðir eins og snjóbolti. Þannig að það er gífurlegt tjón þar líka,“ sagði Magnús. „Þeir krumpuðust utan um húsið. […] Annar gámurinn er í „L“ utan um húsið og rifinn upp, stálið rifnaði, það eru svaka kraftar í þessu.“ Óvissustigi vegna snjóflóðanna var aflýst í gærkvöldi og kvað Magnús ástandið stöðugt eins og er. Þá væri nokkuð óhugnanlegt að vita af því að varnargarðurinn fyrir ofan bæinn hafi ekki haldið að öllu leyti. „En það hefur í gegnum tíðina fallið flóð á þá [varnargarðana] og þess vegna lifið maður í þeirri trú að treysta þeim hundrað prósent. Ég bý hérna sjálfur alveg við þá og ég hafði hundrað prósent traust á þeim,“ sagði Magnús. „Það er auðvitað mesta sjokkið. Í mínu tilfelli er það bara hræðslan við að þetta gerist aftur svolítið ofarlega í huga manns. Af því að traustið var svo mikið og alveg sama hvað verður gert, erum við enn þá tilraunadýr eða er þetta nóg núna?“ Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37 Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02 „Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18 Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Héldu að það væri komið steypiregn þegar flóðbylgjan skall á þakinu Flóðbylgjan sem skall á land á Suðureyri á þriðjudagskvöld er ekki eins há og talið var í fyrstu. Útbúið verður tölvulíkan af flóðbylgjunni. 19. janúar 2020 17:37
Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. 19. janúar 2020 13:02
„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Sigurður Ingi Jóhannsson var á meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Ræddi hann þar á meðal ofanflóðasjóð og snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri. 19. janúar 2020 18:18
Óvissustig enn í gildi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum; Flughált víða um land Frystir í nótt og von á næstu lægð á miðvikudaginn. 19. janúar 2020 12:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“