Er Reykjavíkurborg fyrsta flokks fjölskylduborg? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 20. janúar 2020 10:30 Þegar teknar eru ákvarðanir hjá sveitarfélögum er mikilvægt að við höfum heildarsýn yfir þá þjónustu sem við erum að veita. Það er ekki auðvelt hjá Reykjavíkurborg þar sem ekki hefur verið mótuð fjölskyldustefna. Það er með ólíkindum að stærsta sveitarfélag landsins hafi ekki mótað sér fjölskyldustefnu. Eitt af frumskilyrðum fyrir því hvar fólk velur sér búsetu er það hvort að samfélagið sé fölskylduvænt, þar sem börn og barnafjölskyldur búa við jöfn tækifæri, öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þetta hefur ekki verið tryggt hjá Reykjavíkurborg. Nú er t.d ekki samræmi í þjónustu á leikskólum og frístund, þar sem leikskólar loka kl. 16:30 en frístund kl. 17. Þess vegna getur fólk sem á börn á leikskóla ekki lengur unnið í frístund því það fær ekki vistun fyrir börn sín. Börn eru send heim af leikskólum vegna manneklu og úr grunnskólum vegna veikinda kennara. Börn sem hafa ekki íslensku sem móðurmál vegnar ekki vel, einfaldlega af því að við hlúum ekki nægilega vel að þeim. Drengirnir okkar koma illa út úr lesskilning í PISA. Svona er þetta ekki í fyrsta flokks fjölskylduborg. Lagt til að móta fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum landsins. Stefnan er gríðarlega mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja afkomu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvægasta eining hvers samfélags og allar framfarir og framkvæmdir sem samfélög ráðast í miða að því að styrkja fjölskylduna á einn eða annan hátt. Stefnan miðar fyrst og fremst að bættum hag íbúanna með fjölskylduna í huga. Fjölskyldueiningin verður sífellt fjölbreyttari og þarfir íslenskra fjölskyldna breytast með tímanum, því er mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga taki mið af því og sé þannig sveigjanleg og fjölbreytt. Tilgangur fjölskyldustefnunnar er sá að ná fram heildarsýn á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, gera starfið í málefnum fjölskyldunnar markvissara og auka lífsgæði íbúa með bættri þjónustu til lengri og skemmri tíma. Það er því gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Þannig gerum við Reykjavíkurborg að fyrsta flokks fjölskylduborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fjölskyldumál Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Sjá meira
Þegar teknar eru ákvarðanir hjá sveitarfélögum er mikilvægt að við höfum heildarsýn yfir þá þjónustu sem við erum að veita. Það er ekki auðvelt hjá Reykjavíkurborg þar sem ekki hefur verið mótuð fjölskyldustefna. Það er með ólíkindum að stærsta sveitarfélag landsins hafi ekki mótað sér fjölskyldustefnu. Eitt af frumskilyrðum fyrir því hvar fólk velur sér búsetu er það hvort að samfélagið sé fölskylduvænt, þar sem börn og barnafjölskyldur búa við jöfn tækifæri, öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þetta hefur ekki verið tryggt hjá Reykjavíkurborg. Nú er t.d ekki samræmi í þjónustu á leikskólum og frístund, þar sem leikskólar loka kl. 16:30 en frístund kl. 17. Þess vegna getur fólk sem á börn á leikskóla ekki lengur unnið í frístund því það fær ekki vistun fyrir börn sín. Börn eru send heim af leikskólum vegna manneklu og úr grunnskólum vegna veikinda kennara. Börn sem hafa ekki íslensku sem móðurmál vegnar ekki vel, einfaldlega af því að við hlúum ekki nægilega vel að þeim. Drengirnir okkar koma illa út úr lesskilning í PISA. Svona er þetta ekki í fyrsta flokks fjölskylduborg. Lagt til að móta fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum landsins. Stefnan er gríðarlega mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja afkomu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvægasta eining hvers samfélags og allar framfarir og framkvæmdir sem samfélög ráðast í miða að því að styrkja fjölskylduna á einn eða annan hátt. Stefnan miðar fyrst og fremst að bættum hag íbúanna með fjölskylduna í huga. Fjölskyldueiningin verður sífellt fjölbreyttari og þarfir íslenskra fjölskyldna breytast með tímanum, því er mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga taki mið af því og sé þannig sveigjanleg og fjölbreytt. Tilgangur fjölskyldustefnunnar er sá að ná fram heildarsýn á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, gera starfið í málefnum fjölskyldunnar markvissara og auka lífsgæði íbúa með bættri þjónustu til lengri og skemmri tíma. Það er því gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Þannig gerum við Reykjavíkurborg að fyrsta flokks fjölskylduborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun