Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2020 16:30 Ramsdale í leik gegn Manchester City. EPA-EFE/Dave Thompson Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur enska B-deildarfélagið Bournemouth – sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum – samþykkt tilboð Sheffield United upp á 18.5 milljónir punda í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Sheffield United to sign Aaron Ramsdale from Bournemouth for £18.5m https://t.co/v9UHqeQbox— Guardian sport (@guardian_sport) August 15, 2020 Hinn 22 ára gamli Ramsdale þótti standa sig vel milli stanganna hjá Bournemouth á nýafstöðnu tímabili þó svo að félagið hafi fallið. Vegna fallsins sem og kórónufaraldursins þarf félagið að selja eitthvað af sínum stærstu nöfnum. Nú þegar hefur varnarmaðurinn Nathan Aké verið seldur til Manchester City. Það sem gerir þessi vistaskipti Ramsdale áhugaverð er hvað þau þýða fyrir framtíð Dean Henderson. Sá hefur varið mark Sheffield með miklum sóma undanfarin tvö ár en hann hefur verið á láni frá Manchester United. Henderson sjálfur telur sig nægilega góðan til að spila fyrir Manchester United en Ole Gunnar Solskjær – þjálfari liðsins – virðist ekki vilja bekkja David De Gea þó sá spænski hafi gert full miið af mistökum undanfarin misseri. Henderson vill spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni því hann telur það auka líkur sínar á að slá Jordan Pickford út sem aðalmarkvörð enska landsliðsins. Það er því ljóst að hann hefur ekki áhuga á að fara aftur til Manchester United til þess eins að sitja á bekknum. Vitað er að bæði Chelsea og Tottenham Hotspur horfa hýru auga til markvarðarins en Frank Lampard hefur enga trú á Kepa Arrizabagala og þá verður Willy Caballero samningslaus á næstu dögum. Þá virðist José Mourinho vilja markvörð sem hentar leikstíl sínum betur heldur en hinn franski Hugo Lloris. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur enska B-deildarfélagið Bournemouth – sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum – samþykkt tilboð Sheffield United upp á 18.5 milljónir punda í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Sheffield United to sign Aaron Ramsdale from Bournemouth for £18.5m https://t.co/v9UHqeQbox— Guardian sport (@guardian_sport) August 15, 2020 Hinn 22 ára gamli Ramsdale þótti standa sig vel milli stanganna hjá Bournemouth á nýafstöðnu tímabili þó svo að félagið hafi fallið. Vegna fallsins sem og kórónufaraldursins þarf félagið að selja eitthvað af sínum stærstu nöfnum. Nú þegar hefur varnarmaðurinn Nathan Aké verið seldur til Manchester City. Það sem gerir þessi vistaskipti Ramsdale áhugaverð er hvað þau þýða fyrir framtíð Dean Henderson. Sá hefur varið mark Sheffield með miklum sóma undanfarin tvö ár en hann hefur verið á láni frá Manchester United. Henderson sjálfur telur sig nægilega góðan til að spila fyrir Manchester United en Ole Gunnar Solskjær – þjálfari liðsins – virðist ekki vilja bekkja David De Gea þó sá spænski hafi gert full miið af mistökum undanfarin misseri. Henderson vill spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni því hann telur það auka líkur sínar á að slá Jordan Pickford út sem aðalmarkvörð enska landsliðsins. Það er því ljóst að hann hefur ekki áhuga á að fara aftur til Manchester United til þess eins að sitja á bekknum. Vitað er að bæði Chelsea og Tottenham Hotspur horfa hýru auga til markvarðarins en Frank Lampard hefur enga trú á Kepa Arrizabagala og þá verður Willy Caballero samningslaus á næstu dögum. Þá virðist José Mourinho vilja markvörð sem hentar leikstíl sínum betur heldur en hinn franski Hugo Lloris.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira