Dagskráin: Fótboltaveisla frá Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 06:00 Tekst Ole að koma Man Utd í úrslit Evrópudeildarinnar? vísir/getty Fótboltaveislan heldur áfram á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru fimm leikir í beinni útsendingu í dag. Við sýnum tvo leiki í Pepsi Max deild karla í dag. HK fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kórinn. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur í dag. Gestirnir úr Grafarvogi eru enn í leit að sínum fyrsta sigri og þá þurfa HK-ingar sigur til að koma sér frá fallsvæðinu. HK er sem stendur með átta stig, tveimur meira en Grótta sem situr í fallsæti. Fjölnismenn eru svo neðstir með þrjú stig. Í síðari leik dagsins mætast Víkingur og Breiðablik. Tvö lið sem vilja spila áferðafallegan fótbolta og hafa gert það með misgóðum árangri í sumar. Það má samt sem áður reikna með hörkuleik á gervigrasinu í Víkinni. Blikar sitja í 6. sæti með 14 stig og geta því jafnað bæði KR og FH að stigum með sigri. Þá eru Víkingar sæti neðar með 13 stig og myndu hoppa upp í 5. sætið með sigri í dag. Eftir síðari leik dagsins verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu. Að venju er það Kjartan Atli Kjartansson sem er umsjónarmaður þáttarins. Stöð 2 Sport 2 Leikur Manchester United og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er á dagskrá klukkan 19:00. Reikna má með hörkuleik en Man Utd á harma að hefna eftir að Sevilla sló þá út úr Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Stöð 2 Sport 3 Leikur Eskilstuna og Piteå í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í dag. Aðeins einu sæti og einu stigi munar á liðunum í töflunni og því má búast við hörkuleik. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður einnig í beinni útsendingu. Reikna má með hörkuleik en aðeins þrjú stig eru á milli liðanna þó þau séu í 8. og 5. sæti deildarinnar. Sigur myndi koma Stjörnunni af hættusvæðinu, í bili, og að sama skapi draga Þór/KA niður í fallbaráttuna. Hér má sjá dagsrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása. Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Evrópudeild UEFA Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Sjá meira
Fótboltaveislan heldur áfram á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru fimm leikir í beinni útsendingu í dag. Við sýnum tvo leiki í Pepsi Max deild karla í dag. HK fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kórinn. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur í dag. Gestirnir úr Grafarvogi eru enn í leit að sínum fyrsta sigri og þá þurfa HK-ingar sigur til að koma sér frá fallsvæðinu. HK er sem stendur með átta stig, tveimur meira en Grótta sem situr í fallsæti. Fjölnismenn eru svo neðstir með þrjú stig. Í síðari leik dagsins mætast Víkingur og Breiðablik. Tvö lið sem vilja spila áferðafallegan fótbolta og hafa gert það með misgóðum árangri í sumar. Það má samt sem áður reikna með hörkuleik á gervigrasinu í Víkinni. Blikar sitja í 6. sæti með 14 stig og geta því jafnað bæði KR og FH að stigum með sigri. Þá eru Víkingar sæti neðar með 13 stig og myndu hoppa upp í 5. sætið með sigri í dag. Eftir síðari leik dagsins verða Pepsi Max Tilþrifin í beinni útsendingu. Að venju er það Kjartan Atli Kjartansson sem er umsjónarmaður þáttarins. Stöð 2 Sport 2 Leikur Manchester United og Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er á dagskrá klukkan 19:00. Reikna má með hörkuleik en Man Utd á harma að hefna eftir að Sevilla sló þá út úr Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum. Stöð 2 Sport 3 Leikur Eskilstuna og Piteå í sænsku úrvalsdeildinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í dag. Aðeins einu sæti og einu stigi munar á liðunum í töflunni og því má búast við hörkuleik. Leikur Stjörnunnar og Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna verður einnig í beinni útsendingu. Reikna má með hörkuleik en aðeins þrjú stig eru á milli liðanna þó þau séu í 8. og 5. sæti deildarinnar. Sigur myndi koma Stjörnunni af hættusvæðinu, í bili, og að sama skapi draga Þór/KA niður í fallbaráttuna. Hér má sjá dagsrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása. Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Evrópudeild UEFA Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Sjá meira