Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Bruno Fernandes skrifar undir samning sinn við Manchester United sem er til 2025. Mynd/Twitter/@ManUtd Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. Bruno Fernandes skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið en Manchester United keypti hann frá Sporting Lisbon. Þaðan hafa líka komið landar hans Cristiano Ronaldo og Nani sem báðir slógu í gegn hjá Manchester United og þá sérstaklega Ronaldo. Það eru miklar væntingar bundnar við Bruno Fernandes og það að hann komi frá sama stað og Cristiano Ronaldo gerir ekkert annað en að ýta undir þær. „Það er ótrúleg tilfinning sem fylgir því að ég sé að fara að spila fyrir Manchester United,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes fell in love with Man United watching Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/l6Zih9UHnU— ESPN FC (@ESPNFC) January 30, 2020 „Ég hef elskað Manchester United síðan að ég horfði á Cristiano Ronaldo spila fyrir liðið. Síðan þá hefur ég verið mikill aðdáandi þessa frábæra klúbbs,“ sagði Fernandes. „Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og ég ætla að lofa stuðningsmönnum félagsins því að ég mun gefa allt mitt til að hjálpa liðinu að ná betri árangri og vinna titla,“ sagði Fernandes. Fernandes kom til Sporting Lisbon frá Sampdoria fyrir 7,2 milljónir punda árið 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting og er búinn að leggja upp mikið líka. Bruno Fernandes inspired by Cristiano Ronaldo's Manchester United career as club continue striker search @TelegraphDucker@mcgrathmikehttps://t.co/5FCnGZBVWy— Telegraph Football (@TeleFootball) January 30, 2020 Hann var kosinn leikmaður ársins í portúgölsku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hann var í portúgalska landsliðinu sem vann Þjóðadeildina síðasta sumar og á að baki nítján landsleiki. „Mörk og stoðsendingar Bruno tala sínu máli. Hann verður frábær viðbót við okkar lið og mun hjálpa okkur á seinni hluta tímabilsins. Við höfum verið að fylgjast með Bruno í marga mánuði og hann hefur heillað alla hér með hæfileikum sínum og því sem hann getur komið með inn í liðið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. „Það sem skiptir svo mestu máli er að hann er frábær manneskja með skemmtilegan persónuleika og það sjá allir að þetta er leiðtogi,“ sagði Solskjær. CR7: 292 games, 118 goals, 9 trophies Nani: 230 games, 40 goals, 12 trophies Bruno: __ games, __ goals, __ trophies Man Utd’s latest attacking star from Sporting CP? Time will tell. pic.twitter.com/Onf2BluRxh— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2020 Enski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Dahlmeier fannst látin Sport Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. Bruno Fernandes skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið en Manchester United keypti hann frá Sporting Lisbon. Þaðan hafa líka komið landar hans Cristiano Ronaldo og Nani sem báðir slógu í gegn hjá Manchester United og þá sérstaklega Ronaldo. Það eru miklar væntingar bundnar við Bruno Fernandes og það að hann komi frá sama stað og Cristiano Ronaldo gerir ekkert annað en að ýta undir þær. „Það er ótrúleg tilfinning sem fylgir því að ég sé að fara að spila fyrir Manchester United,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes fell in love with Man United watching Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/l6Zih9UHnU— ESPN FC (@ESPNFC) January 30, 2020 „Ég hef elskað Manchester United síðan að ég horfði á Cristiano Ronaldo spila fyrir liðið. Síðan þá hefur ég verið mikill aðdáandi þessa frábæra klúbbs,“ sagði Fernandes. „Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og ég ætla að lofa stuðningsmönnum félagsins því að ég mun gefa allt mitt til að hjálpa liðinu að ná betri árangri og vinna titla,“ sagði Fernandes. Fernandes kom til Sporting Lisbon frá Sampdoria fyrir 7,2 milljónir punda árið 2017. Hann hefur skorað 64 mörk í 137 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting og er búinn að leggja upp mikið líka. Bruno Fernandes inspired by Cristiano Ronaldo's Manchester United career as club continue striker search @TelegraphDucker@mcgrathmikehttps://t.co/5FCnGZBVWy— Telegraph Football (@TeleFootball) January 30, 2020 Hann var kosinn leikmaður ársins í portúgölsku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hann var í portúgalska landsliðinu sem vann Þjóðadeildina síðasta sumar og á að baki nítján landsleiki. „Mörk og stoðsendingar Bruno tala sínu máli. Hann verður frábær viðbót við okkar lið og mun hjálpa okkur á seinni hluta tímabilsins. Við höfum verið að fylgjast með Bruno í marga mánuði og hann hefur heillað alla hér með hæfileikum sínum og því sem hann getur komið með inn í liðið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United. „Það sem skiptir svo mestu máli er að hann er frábær manneskja með skemmtilegan persónuleika og það sjá allir að þetta er leiðtogi,“ sagði Solskjær. CR7: 292 games, 118 goals, 9 trophies Nani: 230 games, 40 goals, 12 trophies Bruno: __ games, __ goals, __ trophies Man Utd’s latest attacking star from Sporting CP? Time will tell. pic.twitter.com/Onf2BluRxh— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2020
Enski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Dahlmeier fannst látin Sport Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira