Vitum að næstu landsleikir verða í júní en vitum ekki hverjum við mætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Strákarnir okkar fagna sigri á Dönum á EM. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti. Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð. Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi: Tyrkland - Rússland Rúmenía - Bosnía Pólland - Litháen Ísrael - Lettland Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor. Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana. Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti. Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð. Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi: Tyrkland - Rússland Rúmenía - Bosnía Pólland - Litháen Ísrael - Lettland Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor. Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana. Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira