Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2020 11:50 Hildur Guðnadóttir hefur sópað að sér verðlaununum uppá síðkastið og nú gera menn fastlega ráð fyrir því að Óskarinn falli henni í skaut. Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður er talin langlíklegust þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd til að hreppa hin eftirsóttu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða veitt 10. febrúar. Menn geta velt vöngum fram og til baka en þeir gantast ekki með peninga sína. Stuðullinn á Hildi á vefmálasíðunni Betsson er aðeins 1,3 sem þýðir með öðrum orðum að ef einhver veðjar á hana þúsund krónum þá fær sá hinn sami 1300 krónur til baka. Sem er ekki mikið hætti menn fé sínu í veðmálum. Til samanburðar þá er stuðullinn á Thomas Newman fyrir tónlist í 1917 3,5, Alexandre Desplat fyrir Litle Women 10, Rayndy Nyeman fyrir Marriage Story er með stuðulinn 25 og John Williams, þekktasti kvikmyndatónlistarhöfundur veraldar, fyrir tónlist í myndinni Star Wars The Rise of Skywalker með 40 í stuðul. Sem þýðir að menn telja afar ólíklegt að hann hreppi enn ein verðlaunin fyrir sitt framlag að þessu sinni. Nánast útilokað. Gott gengi Hildar á vettvangi verðlauna og viðurkenninga hefur verið með miklum ágætum að undanförnu, sannkölluð sigurganga. Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í Joker. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl í september í fyrra. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards. Svo eitthvað sé nefnt. Eins og margoft hefur komið fram; fari svo að Hildur hreppi Óskarinn verður hún fyrst Íslendinga til þess. Ef síða Betsson er skoðuð nánar, um líkur á Óskarsverðlaunum þá telja menn þar á bæ Jouquin Phoenix nánast öruggan með verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki (1,03 stuðull) og að 1917 hreppi titilinn Besta kvikmyndin (1,4 stuðull). Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður er talin langlíklegust þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd til að hreppa hin eftirsóttu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða veitt 10. febrúar. Menn geta velt vöngum fram og til baka en þeir gantast ekki með peninga sína. Stuðullinn á Hildi á vefmálasíðunni Betsson er aðeins 1,3 sem þýðir með öðrum orðum að ef einhver veðjar á hana þúsund krónum þá fær sá hinn sami 1300 krónur til baka. Sem er ekki mikið hætti menn fé sínu í veðmálum. Til samanburðar þá er stuðullinn á Thomas Newman fyrir tónlist í 1917 3,5, Alexandre Desplat fyrir Litle Women 10, Rayndy Nyeman fyrir Marriage Story er með stuðulinn 25 og John Williams, þekktasti kvikmyndatónlistarhöfundur veraldar, fyrir tónlist í myndinni Star Wars The Rise of Skywalker með 40 í stuðul. Sem þýðir að menn telja afar ólíklegt að hann hreppi enn ein verðlaunin fyrir sitt framlag að þessu sinni. Nánast útilokað. Gott gengi Hildar á vettvangi verðlauna og viðurkenninga hefur verið með miklum ágætum að undanförnu, sannkölluð sigurganga. Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í Joker. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl í september í fyrra. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards. Svo eitthvað sé nefnt. Eins og margoft hefur komið fram; fari svo að Hildur hreppi Óskarinn verður hún fyrst Íslendinga til þess. Ef síða Betsson er skoðuð nánar, um líkur á Óskarsverðlaunum þá telja menn þar á bæ Jouquin Phoenix nánast öruggan með verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki (1,03 stuðull) og að 1917 hreppi titilinn Besta kvikmyndin (1,4 stuðull).
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira