Tjón getur hlaupið á hundrað þúsund krónum ef dælur ganga án heits vatns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 22:09 Skrúfað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, Garðabæ, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Vísir/Vilhelm Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur. Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur.
Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56
Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00