Talið líklegt að Hildur Guðna hljóti Óskarsverðlaun fyrst Íslendinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 15:15 Hildur hefur verið sigursæl að undanförnu. Vísir/epa Stuðlar í veðbönkum benda til þess að Hildur Guðnadóttir haldi sigurgöngu sinni áfram á Óskarsverðlaununum í kvöld. Gæti hún því orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta styttuna eftirsóttu. Kvikmyndin Jókerinn er tilnefnd til ellefu verðlauna á Óskarnum sem fer fram í 92. sinn í kvöld. Þar á meðal vegna frumsamdar kvikmyndatónlistar Hildar Guðnadóttur. Tónlistin leikur lykilhlutverk í kvikmyndinni og var að hluta samin áður en hún var tekin upp. Í viðtölum hafa aðstandendur myndarinnar lýst því að tónlistin hafi spiluð á setti og þannig haft mikil áhrif á atriði myndarinnar. Sjá einnig: Allt sem þú vilt vita um Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði Hildur hefur verið á mikilli sigurgöngu undanfarið; bæði vegna tónlistarinnar í Jókernum og í þáttunum Chernobyl. Hún hefur unnið bæði Grammy og Emmy fyrir Chernobyl en Golden Globe og nú síðast BAFTA fyrir Jókerinn. Hún þykir afar sigurstrangleg í kvöld enda hefur það til að mynda gerst sjö sinnum á síðustu tíu árum að sama tónskáldið hljóti bæði BAFTA og Óskar. Þá gefa veðbankar einnig vísbendingu um úrslitin. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem teknir eru saman helstu stuðlar, hefur fólk í langflestum tilvikum veðjað á sigur Hildar. Samkvæmt síðunni eru líkurnar á því að verðlaunin falli í fyrsta sinn í skaut Íslendings hátt í áttatíu prósent. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira
Stuðlar í veðbönkum benda til þess að Hildur Guðnadóttir haldi sigurgöngu sinni áfram á Óskarsverðlaununum í kvöld. Gæti hún því orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta styttuna eftirsóttu. Kvikmyndin Jókerinn er tilnefnd til ellefu verðlauna á Óskarnum sem fer fram í 92. sinn í kvöld. Þar á meðal vegna frumsamdar kvikmyndatónlistar Hildar Guðnadóttur. Tónlistin leikur lykilhlutverk í kvikmyndinni og var að hluta samin áður en hún var tekin upp. Í viðtölum hafa aðstandendur myndarinnar lýst því að tónlistin hafi spiluð á setti og þannig haft mikil áhrif á atriði myndarinnar. Sjá einnig: Allt sem þú vilt vita um Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði Hildur hefur verið á mikilli sigurgöngu undanfarið; bæði vegna tónlistarinnar í Jókernum og í þáttunum Chernobyl. Hún hefur unnið bæði Grammy og Emmy fyrir Chernobyl en Golden Globe og nú síðast BAFTA fyrir Jókerinn. Hún þykir afar sigurstrangleg í kvöld enda hefur það til að mynda gerst sjö sinnum á síðustu tíu árum að sama tónskáldið hljóti bæði BAFTA og Óskar. Þá gefa veðbankar einnig vísbendingu um úrslitin. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem teknir eru saman helstu stuðlar, hefur fólk í langflestum tilvikum veðjað á sigur Hildar. Samkvæmt síðunni eru líkurnar á því að verðlaunin falli í fyrsta sinn í skaut Íslendings hátt í áttatíu prósent.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira
Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14
Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30