Innleiðir styðjandi samfélag og verður heilavinabær Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00
„Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00