„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 08:35 Weinstein við dómshúsið í New York í gær, 5. febrúar. Vísir/AP Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. Hún lýsti því í smáatriðum hvernig hann áreitti hana á hóteli í Los Angeles árið 2013. Verjandi Weinstein sýndi réttinum óvænt kjól sem konan klæddist við meint ofbeldisverk Weinstein. Konan heitir Lauren Young, þrítug fyrirsæta frá Pennsylvaníu, sem var, eins og fleiri af meintum fórnarlömbum Weinstein, að stíga sín fyrstu skref innan kvikmyndabransans árið 2013. Hún lýsti því við réttarhöldin í gær að vinkona hennar hefði boðið henni á Montage-hótelið í Beverly Hills í febrúar sama ár. Sagði „nei, nei, nei“ allan tímann Young kvaðst hafa þegið boðið í von um að vekja athygli Weinstein á kvikmyndahandriti sem hún var þá að skrifa. Hún hitti hann í móttökusal hótelsins og hann bauð í kjölfarið bæði Young og vinkonu hennar upp á hótelherbergi sitt. Þegar á herbergið var komið fylgdi hún Weinstein og vinkonunni inni á baðherbergi. Sú síðarnefnda lokaði þá skyndilega dyrunum að baðherberginu, þannig að Young og Weinstein voru þar ein eftir. Sjá einnig: Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Young sagði Weinstein hafa þegar skrúfað frá sturtunni og afklæðst. Hann hafi svo hrint henni upp að veggnum, rennt niður kjólnum sem hún klæddist og hóf að káfa á brjósti hennar á meðan hann fróaði sér. „Ég sagði „nei, nei, nei“ allan tímann, að ég ætti kærasta, að ég hefði ekki áhuga. Hann heldur samræðunum áfram: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“,“ hefur Guardian eftir Young við réttarhöldin. Lauren Young hylur andlit sitt fyrir utan dómshúsið í New York í gær.Vísir/Getty „Vansköpuð“ kynfæri Weinstein ítrekað komið til tals Saksóknarar báðu Young jafnframt að lýsa „eftirminnilegum atriðum“ á líkama Weinstein. Hún nefndi sérstaklega að kynfæri hans hefðu litið einkennilega út; að getnaðarlimur hans hefði virst „skorinn af og saumaður aftur á“. Kynfæri Weinstein hafa ítrekað komið til tals við réttarhöldin. Önnur kvennanna sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér lýsti því til að mynda í vikunni að kynfæri hans væru „vansköpuð“ og að hann hafi „virst vera með píku“. Saksóknarar sýndu kviðdómi myndir af líkama Weinsteins við réttarhöldin á þriðjudag. Kviðdómendur höfðu einir aðgang að myndunum. Að loknum vitnisburði Young var hún yfirheyrð af einum verjanda Weinstein, Damon Cheronis. Blaðamaður Guardian lýsir því að Cheronis hafi skyndilega, og með leikrænum tilburðum, sýnt réttinum kjólinn sem Young klæddist þegar Weinstein braut á henni í umrætt skipti. Cheronis spurði Young hvernig það mætti vera að hún hefði fundið kjólinn fyrir aðeins þremur dögum. Hún sagðist hafa fundið hann í fatakassa sem hún skildi eftir í Los Angeles við flutninga. Réttarhöld yfir Weinstein, sem neitar sök í fimm ákæruliðum, hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. Hún lýsti því í smáatriðum hvernig hann áreitti hana á hóteli í Los Angeles árið 2013. Verjandi Weinstein sýndi réttinum óvænt kjól sem konan klæddist við meint ofbeldisverk Weinstein. Konan heitir Lauren Young, þrítug fyrirsæta frá Pennsylvaníu, sem var, eins og fleiri af meintum fórnarlömbum Weinstein, að stíga sín fyrstu skref innan kvikmyndabransans árið 2013. Hún lýsti því við réttarhöldin í gær að vinkona hennar hefði boðið henni á Montage-hótelið í Beverly Hills í febrúar sama ár. Sagði „nei, nei, nei“ allan tímann Young kvaðst hafa þegið boðið í von um að vekja athygli Weinstein á kvikmyndahandriti sem hún var þá að skrifa. Hún hitti hann í móttökusal hótelsins og hann bauð í kjölfarið bæði Young og vinkonu hennar upp á hótelherbergi sitt. Þegar á herbergið var komið fylgdi hún Weinstein og vinkonunni inni á baðherbergi. Sú síðarnefnda lokaði þá skyndilega dyrunum að baðherberginu, þannig að Young og Weinstein voru þar ein eftir. Sjá einnig: Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Young sagði Weinstein hafa þegar skrúfað frá sturtunni og afklæðst. Hann hafi svo hrint henni upp að veggnum, rennt niður kjólnum sem hún klæddist og hóf að káfa á brjósti hennar á meðan hann fróaði sér. „Ég sagði „nei, nei, nei“ allan tímann, að ég ætti kærasta, að ég hefði ekki áhuga. Hann heldur samræðunum áfram: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“,“ hefur Guardian eftir Young við réttarhöldin. Lauren Young hylur andlit sitt fyrir utan dómshúsið í New York í gær.Vísir/Getty „Vansköpuð“ kynfæri Weinstein ítrekað komið til tals Saksóknarar báðu Young jafnframt að lýsa „eftirminnilegum atriðum“ á líkama Weinstein. Hún nefndi sérstaklega að kynfæri hans hefðu litið einkennilega út; að getnaðarlimur hans hefði virst „skorinn af og saumaður aftur á“. Kynfæri Weinstein hafa ítrekað komið til tals við réttarhöldin. Önnur kvennanna sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér lýsti því til að mynda í vikunni að kynfæri hans væru „vansköpuð“ og að hann hafi „virst vera með píku“. Saksóknarar sýndu kviðdómi myndir af líkama Weinsteins við réttarhöldin á þriðjudag. Kviðdómendur höfðu einir aðgang að myndunum. Að loknum vitnisburði Young var hún yfirheyrð af einum verjanda Weinstein, Damon Cheronis. Blaðamaður Guardian lýsir því að Cheronis hafi skyndilega, og með leikrænum tilburðum, sýnt réttinum kjólinn sem Young klæddist þegar Weinstein braut á henni í umrætt skipti. Cheronis spurði Young hvernig það mætti vera að hún hefði fundið kjólinn fyrir aðeins þremur dögum. Hún sagðist hafa fundið hann í fatakassa sem hún skildi eftir í Los Angeles við flutninga. Réttarhöld yfir Weinstein, sem neitar sök í fimm ákæruliðum, hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni.
Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30