Telur það ekki góða lögmannshætti að mæta á slysstað og bjóða þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:00 Ferðamennirnir sem lentu í hrakningum á Langjökli í janúar sjást hér koma til Reykjavíkur þar sem lögmenn biðu þeirra til að bjóða fram þjónustu sína. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent