Tanngreiningar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt. Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna. Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala. Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar