Sportpakkinn: Nóg að gera hjá myndbandsdómurum í sigri Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 18:00 Eljif Elmas fagnar marki sínu fyrir Napoli í gær. Getty/Paolo Rattini Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti