Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 08:34 Jessica Mann mætir í dómsal 31. janúar. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í tvígang á hótelherbergi í New York árið 2013. Vísir/getty Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. Konan brotnaði niður eftir yfir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af hendi verjanda Weinsteins. Í frétt Guardian segir að dómari í málinu hafi ákveðið að fresta réttarhöldunum, sem fara fram í New York, fram á þriðjudagsmorgun. Vitnið, kona að nafni Jessica Mann, hafi virst fá taugaáfall; fékk óstjórnlegt grátkast og var í mikilli andnauð. Lygasjúkt tálkvendi á framabraut Mann er önnur tveggja sem borið hafa alvarlegustu ásakanirnar á hendur Weinstein. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á afar ofbeldisfullan hátt árið 2013. Blaðamaður Guardian segir í umfjöllun sinni að Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, hafi þjarmað mjög að Mann við yfirheyrslur og látið hana líta út fyrir að vera lygasjúkt tálkvendi sem hafi notað Weinstein sér til framdráttar í kvikmyndabransanum. Sjá einnig: Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Yfirheyrslum Rotunno í gær er jafnframt lýst sem óvægnasta „mannorðsmorðinu“ við réttarhöldin til þessa en verjendur Weinsteins hafa gengið mjög hart fram gegn konunum. Rotunno lagði áherslu á að Mann hefði haldið sambandi við Weinstein í nokkur ár eftir hina meintu nauðgun og hélt því einnig fram að hún hefði „talið Weinstein trú um að hún vildi stunda kynlíf með honum“. Mann kvað það ekki rétt. Lýsti vansköpuðum kynfærum Weinsteins Mann byrjaði fyrst að gráta þegar hún var látin lesa upphátt langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí árið 2014, ári eftir að meint nauðgun átti sér stað. Í tölvupóstinum viðurkennir hún að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Weinstein og lýsir „vansköpuðum“ kynfærum hans. „Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár á neðri hluta líkamans,“ hefur Guardian upp úr tölvupóstinum. Weinstein mætir í dómsal í New York í gær, 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust.Vísir/getty Þá lýsir Mann því einnig í skeytinu að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar Rotunno spurði hana frekar út í umrætt kynferðisofbeldi hóf Mann aftur að gráta, og enn sárar en áður. Það var þá sem hlé var gert á réttarhöldunum og henni gefinn kostur á að jafna sig. Að endingu var ákveðið að fresta þeim til morguns, líkt og áður segir. Mann lýsti því í smáatriðum við réttarhöldin á föstudag hvernig Weinstein braut gegn henni í tvígang á hóteli í New York árið 2013. Alls hafa fimm konur borið vitni við réttarhöldin en hópurinn sem sakar Weinstein um kynferðisofbeldi telur alls 105 konur. Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein á miðvikudag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi hans gegn henni árið 2004, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í kvimyndabransanum. Þá hélt hún því fram að Weinstein hefði lofað sér hlutverkum í kvikmyndum hans ef hún færi í trekant með honum og aðstoðarmanni hans. Önnur leikkona, Annabella Sciorra, bar vitni gegn Weinstein í þarsíðustu viku. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Hún sýndi viðstöddum m.a. hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. Konan brotnaði niður eftir yfir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af hendi verjanda Weinsteins. Í frétt Guardian segir að dómari í málinu hafi ákveðið að fresta réttarhöldunum, sem fara fram í New York, fram á þriðjudagsmorgun. Vitnið, kona að nafni Jessica Mann, hafi virst fá taugaáfall; fékk óstjórnlegt grátkast og var í mikilli andnauð. Lygasjúkt tálkvendi á framabraut Mann er önnur tveggja sem borið hafa alvarlegustu ásakanirnar á hendur Weinstein. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á afar ofbeldisfullan hátt árið 2013. Blaðamaður Guardian segir í umfjöllun sinni að Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, hafi þjarmað mjög að Mann við yfirheyrslur og látið hana líta út fyrir að vera lygasjúkt tálkvendi sem hafi notað Weinstein sér til framdráttar í kvikmyndabransanum. Sjá einnig: Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Yfirheyrslum Rotunno í gær er jafnframt lýst sem óvægnasta „mannorðsmorðinu“ við réttarhöldin til þessa en verjendur Weinsteins hafa gengið mjög hart fram gegn konunum. Rotunno lagði áherslu á að Mann hefði haldið sambandi við Weinstein í nokkur ár eftir hina meintu nauðgun og hélt því einnig fram að hún hefði „talið Weinstein trú um að hún vildi stunda kynlíf með honum“. Mann kvað það ekki rétt. Lýsti vansköpuðum kynfærum Weinsteins Mann byrjaði fyrst að gráta þegar hún var látin lesa upphátt langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí árið 2014, ári eftir að meint nauðgun átti sér stað. Í tölvupóstinum viðurkennir hún að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Weinstein og lýsir „vansköpuðum“ kynfærum hans. „Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár á neðri hluta líkamans,“ hefur Guardian upp úr tölvupóstinum. Weinstein mætir í dómsal í New York í gær, 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust.Vísir/getty Þá lýsir Mann því einnig í skeytinu að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar Rotunno spurði hana frekar út í umrætt kynferðisofbeldi hóf Mann aftur að gráta, og enn sárar en áður. Það var þá sem hlé var gert á réttarhöldunum og henni gefinn kostur á að jafna sig. Að endingu var ákveðið að fresta þeim til morguns, líkt og áður segir. Mann lýsti því í smáatriðum við réttarhöldin á föstudag hvernig Weinstein braut gegn henni í tvígang á hóteli í New York árið 2013. Alls hafa fimm konur borið vitni við réttarhöldin en hópurinn sem sakar Weinstein um kynferðisofbeldi telur alls 105 konur. Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein á miðvikudag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi hans gegn henni árið 2004, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í kvimyndabransanum. Þá hélt hún því fram að Weinstein hefði lofað sér hlutverkum í kvikmyndum hans ef hún færi í trekant með honum og aðstoðarmanni hans. Önnur leikkona, Annabella Sciorra, bar vitni gegn Weinstein í þarsíðustu viku. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Hún sýndi viðstöddum m.a. hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30