208 nemendur brautskráðir úr HR Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 16:32 Frá útskriftarathöfninni. Háskólinn í Reykjavík Brautskráðir voru 208 nemendur úr Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gær. 153 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 54 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi. Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði í ávarpi sínu að háskólar beri mikla ábyrgð þegar að því kemur að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. HR hafa markað skýra stefnu um þróun menntunar og þekkingar: „Í menntun horfum við til þess að mæta nýrri kynslóð nemenda og nýjum þörfum samfélags með auknum sveigjanleika, stafrænni tækni og verkefnadrifnu námi í samstarfi við atvinnulíf og alþjóðlega samstarfsaðila. Um leið horfum við til þess að mæta menntunarþörfum þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði, þar með talið útskrifuðum HR-ingum. Þannig tryggjum við menntun til tækifæra, fyrir alla og á öllum æviskeiðum,“ sagði Ari í ávarpi sínu. 71 nemandi útskrifaðist af samfélagssviði og 137 af tæknisviði. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, flutti hátíðarávarp við athöfnina og fyrir hönd útskriftarnemenda flutti Eðvarð Þór Eyþórsson, BSc í bygginartæknifræði ávarp. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands veitti verðlaun VÍ fyrir framúrskarandi námsárangur. Þau hlutu að þessu sinni: Elín Lára Reynisdóttir BSc í íþróttafræði, Valgarður Ragnheiðar Ívarsson BSc í tölvunarfræði, Jónína Sigrún Birgisdóttir BSc í sálfræði, Þorri Geir Rúnarsson BSc í viðskiptafræði, Björgvin Grétarsson BSc í byggingartæknifræði, Hannes Rannversson BSc í rekstrarverkfræði og Sonja L Estrajher Eyglóardóttir BA í lögfræði. Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira
Brautskráðir voru 208 nemendur úr Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gær. 153 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 54 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi. Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði í ávarpi sínu að háskólar beri mikla ábyrgð þegar að því kemur að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. HR hafa markað skýra stefnu um þróun menntunar og þekkingar: „Í menntun horfum við til þess að mæta nýrri kynslóð nemenda og nýjum þörfum samfélags með auknum sveigjanleika, stafrænni tækni og verkefnadrifnu námi í samstarfi við atvinnulíf og alþjóðlega samstarfsaðila. Um leið horfum við til þess að mæta menntunarþörfum þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði, þar með talið útskrifuðum HR-ingum. Þannig tryggjum við menntun til tækifæra, fyrir alla og á öllum æviskeiðum,“ sagði Ari í ávarpi sínu. 71 nemandi útskrifaðist af samfélagssviði og 137 af tæknisviði. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, flutti hátíðarávarp við athöfnina og fyrir hönd útskriftarnemenda flutti Eðvarð Þór Eyþórsson, BSc í bygginartæknifræði ávarp. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands veitti verðlaun VÍ fyrir framúrskarandi námsárangur. Þau hlutu að þessu sinni: Elín Lára Reynisdóttir BSc í íþróttafræði, Valgarður Ragnheiðar Ívarsson BSc í tölvunarfræði, Jónína Sigrún Birgisdóttir BSc í sálfræði, Þorri Geir Rúnarsson BSc í viðskiptafræði, Björgvin Grétarsson BSc í byggingartæknifræði, Hannes Rannversson BSc í rekstrarverkfræði og Sonja L Estrajher Eyglóardóttir BA í lögfræði.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira