Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 15:35 Manninum var gert að yfirgefa vélina og honum komið fyrir í næsta flugi. Vísir/Getty Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira